Obeo Afríka er fjölskyldurekið fyrirtæki í eigu Íslendinga staðsett í Oslo, Noregi. Við stofnuðum fyrirtæki okkar, Obeo Travel, snemma árs 2016 og höfum síðan skipulagt og ferðast með fjöldann allan af gestum til Afríku. Með Obeo Afríku viljum við bjóða hágæðaferðir á framandi slóðir Afríku til Íslendinga.
Rannveig Snorradóttir
Ég tel það mikla gæfu að stjúpfaðir minn fór að vinna í Namibíu og heila fjölskyldan flutti þangað frá 1990 – 1996. Ég var einungis 6 ára þegar við fluttum og átti hina allra bestu æsku þar, fram að 12 ára aldri þegar fjölskyldan keyrði upp endilanga Afríku á 8 mánuðum heim. Ég hef alltaf sagt að ég skildi hjarta mitt eftir í Afríku, og það er ekki að furða enda ótrúleg heimsálfa. Með endalausa menningu, dýralíf, ævintýri og landslag þá eru ferðalög þangað sannkallað himnaríki á jörðu. Ég nýti hvern frítíma minn til að ferðast um Afríku, koma mér fyrir heima í Swakopmund í einhvern tíma og ekki síst fararstýra íslenskum hópum í Namibíu sem er líklega það skemmtilegasta og mest gefandi verkefni sem ég tek mér fyrir hendur.