Sérstakir covid-19 ferðaskilmálar Obeo Afríka.
Við bókun ferðar skal greiða 20% staðfestingargjald.
Obeo Afríka mun taka ákvörðun þremur mánuðum fyrir ferð, hvort farið verður í ferðina með tilliti til covid-19 ástands, sem sagt fyrir lokagreiðslu ferðar. Ef Obeo Afríka ákveður að aflýsa ferð vegna covid-19 áhættu, endurgreiðist staðfestingargjald að fullu.
Ef ákveðið verður að fara í ferðina, þarf að greiða eftirstöðvar ferðarinnar þremur mánuðum fyrir brottför.
Almennir ferðaskilmálar Obeo Afríka
Staðfestingargjald
Við bókun ferðar hjá okkur skal greiða 20% staðfestingargjald sem er óendurkræft.
Lokagreiðsla
Loka greiðsla skal berast eigi síðar en 3 mánuðum fyrir brottför. Ferðin er óendurkræf eftir þann tíma.
Lágmarksfjöldi í ferðir
Lágmarks fjöldi í ferðir okkar eru 10 manns. Ef lágmarks fjölda er ekki náð, mun Obeo Afríka aflýsa brottförinni og endurgreiða að fullu (utan kortagjalda)
Við munum láta vita eigi síður en 3 mánuðum fyrir brottför ef ferð hefur ekki náð lágmarks fjölda.
Gengisbreyting
Obeo Afríka áskilur sér rétt til breytinga á verði ef gengisbreytingar verða meiri en 3% gagnvart íslensku krónunni.
Kortagjöld
Obeo Afríka áskilur sér rétt til breytinga á verði ef skilmálar og viðskiptareglur greiðslukorta breytast.
Obeo Afríka er norskt fyrirtæki, í 100% eigu Íslendinga. Þar sem fyrirtækið er norskt, fellur það undir norska ferðaábyrgðasjóðinn, Reisegarantifondet. Reisegarantifondet tryggir fulla endurgreiðslu til neytenda við gjaldþrot eða greiðslustöðvun norskra ferðaskrifstofa, sjá link: https://reisegarantifondet.no/reisende/.