Hér er að finna nánari upplýsingar um gististaði Obeo Afríku. Við leggjum mikla vinnu í að handvelja gististaði okkar, og keppumst við að prófa alla gististaði sjálf, áður en við bjóðum gesti okkar velkomna. Gististaðir eru sannarlega stór partur af upplifun ferðar ykkar til Afríku og því vöndum við valið vel.

Mihingo Lodge


Lake Mburo National Park


Mihingo eru gistibúðir í fjölskyldueigu í töfrandi umhverfi við hlið Lake Mburo þjóðgarðsins. Útsýnislaug er með útsýni yfir dalinn fyrir neðan þar sem sjá má buffalóa, eland, impala, vörtusvín og sebrahesta við vatnsholuna.

Chameleon Hill


Bwindi


Þetta einstaka, litríka og líflega lodge nýtur stórbrotins útsýnis yfir Mutanda-vatn með Virunga-eldfjöllin sem stórkostlegan bakgrunn. Hvert lodge státar af eigin auðkenni og litasamsetningu ásamt hágæða, handgerðum húsgögnum sem eru af einstökum evrópskum stíl.

Enjojo Lodge


Queen Elizabeth National Park


Enjojo lodge, sem staðsett er í suðurhluta Queen Elizabeth þjóðgarðsisns í Úganda, er friðsæll og umhverfisvænn gististaður umlukinn þéttum skógi og opnum gresjum, þar sem gestir geta slakað á í notalegum húsum úr náttúrulegum efnum, notið ljúffengrar matargerðar og upplifað einstaka nálægð við dýralíf.

Elephant Plains Lodge


Queen Elizabeth National Park


Elephant Plains Lodge er lúxusgististaður sem stendur á hæð með ótrúlegu útsýni yfir Queen Elizabeth þjóðgarðinn. Gestir geta notið þægilegrar gistingar, frábærrar þjónustu og einstaks tækifæris til að sjá villt dýr eins og fíla, ljón og flóðhesta í náttúrulega umhverfi þeirra.

Primate Lodge


Kibale Forest National Park


Primate Lodge er heimilislegur og nattúruvænn gististaður inni í regnskóginum, nálægt Kibale þjóðgarðinum, þar sem gestir geta dvalið í þægilegum búðum eða safarítjöldum.

Pakuba Safari Lodge


Murchison Falls National Park


Þó Pakuba Safari Lodge býður upp á einstaka lúxus afríska safaríupplifun, er aðalmarkmið þeirra að gestir finni hlýjan faðm nattúrunnar og upplifi þægindi og anægjuna af framúrskarandi matargerð og ósvikinni hjartanlegri gestrisni.

Papyrus Guesthouse


Entebbe


Papyrus er lítið, notalegt en stílhreint gistiheimili í úthverfi Entebbe, um 15 mínútur frá Entebbe alþjóðaflugvellinum.

Tanzania Bush Camp


Serengeti


moskító net


Serengeti Tanzania Luxury Bush Camp eru færanlegar búðir sem bjóða upp á hina villtu náttúru ásamt lúxus í Serengeti þjóðgarðinum. Þessar einstöku búðir eru í eigu og stjórnað af frumbyggjum Tansaníu, sem hafa mikla þekkingu og reynslu í að taka á móti gestum með frábærri þjónustu og gestrisni. Serengeti Tanzania Bush Camp samanstendur af 10 … Continued

Pakulala Safari Camp


Ngorongoro gígurinn


Moskíto net, safaristólar, handklæði


Pakulala Safari Camp er staðsettur á barmi Ngorongoro gígsins. Einstakt tjaldstæði sem býður upp á sérstaka upplifun og stórbrotið útsýni yfir gíginn. Varðeldurinn (African Bush TV) er með útsýni yfir stórfenglegan gíginn og er ógleymanlegt að sitja í afríku kyrrðinni með drykk í hönd undir afríska stjörnuhimninum. Linkur á gististaðinn: https://eastafricacamps.com/pakulala-safari-camp-ngorongoro/

Onguma Bush Camp


Etosha


Onguma Bush Camp býður upp á 18 herbergi og er tilvalið fyrir barnafjölskyldur. Setustofan og borðstofan eru með útsýni yfir töfrandi vatnsholu sem gefur frábær tækifæri til að sjá dýralíf allan sólarhringinn. Þú þarft ekki einu sinni að yfirgefa búðirnar til að sjá dýralífið – það kemur til þín! Enginn betri staður til að njóta sólsetursdrykks.

Etosha Safari Lodge


Etosha


Vertu með í þessum stílhreinu búðum með útsýni yfir víðáttumikið mópuskóglendi. Rýmið er aðlaðandi þáttur á Etosha Safari Lodge með glæsilegu útsýni, rúmgóðu þilfari og borðstofu og rúmgóðum herbergjum með sérveröndum. Það er staðurinn til að opna dyr að leyndardómi og töfrum Etosha, „Place of Legends“. Þetta er þar sem sögur fléttuðust inn í Hai//om … Continued

Windhoek Luxury Suites


Windhoek


Windhoek Luxury Suites býður upp á lúxus og ró í hjarta höfuðborgar Namibíu með gróskumiklum görðum og glæsilegum herbergjum.

Hafðu Samband





    UMSAGNIR

    Þessi ferð var ótrúleg upplifun hvort sem horft er til náttúrufegurðar, dýralífs eða mannlífs. Maturinn sem kom mér skemmtilega á óvart. Þá var eftirtektarvert hversu allir sem við hittum voru glaðlegir og starfsfólk á öllum stöðunum sem við komum á var einstaklega kurteist og þjónustulundað. Ég vona að ég eigi eftir að komast aftur til Namibíu.

    Halldór

    Við Valur erum varla komin niður úr skýjunum ennþá og erum sammála um að ferðin öll hafi verið alveg frábær. Fyrst vil ég nefna einstaklega heillandi land, góða skipulagningu, skemmtilega gististaði og góðan mat og ekki má gleyma bílstjóranum okkar ljúfa. Rannveigu þökkum við fyrir að passa uppá okkur og gera ferðina ógleymanlega. Kristín Emilía Daníelsdóttir

    Ég veit ekki alveg hvar skal byrjað en ég er í 7 unda himni með þessa ferð. Það var allt sem gerði þessa ferð að því sem hún varð. Ferðafélagar dásamlegir, landið guðdómlegt, maturinn góður, gistingin stundum óraunveruleg ( hélt grínlaust að það yrði prins á koddanum í hinu rúminu næst þegar ég kæmi inn) , fallhlífastökkið geggjað og svo Rannveig mín þú gerðir ferðina að því sem hún varð, þ.e ÓGLEYMANLEG
    Ég er orðin áskrifandi af ferðum ykkar
    Kærleikskveðja og fullt af þakklæti
    Sigurveig Björgólfs

    Ég var búin að skoða margar leiðir til að ferðast til Afríku þegar ég datt niður á Obeo, bókaði með þeim og sé alls ekki eftir því. Ferðin var frábærlega skipulögð og hver dagur eins og galdrar! Passað vel upp á alla og endalausir möguleikar til að verja frjálsum tíma. Hefði ekki getað huxað mér betri leið til að kynnast Afríku. Sjáumst fljótt 🙂 Árdís Bj. Jónsdóttir

    Takk fyrir æðislega ferð. Namibía var fyrir mér ævintýralegur staður. Ég virkilega heillaðist af landinu og það stóðst allar mínar væntingar og meira til. Ég er sannfærð um að hafa valið bestu Namibíu-ferðina. Frábær upplifun í vel skipulagðri ferð! Anna Dóra

    Við fórum í ferð til Namibíu og síðar til Tanzaníu. Hreint frábærar ferðir. Ferðatilhögun fararstjórn og gististaðir eins og best var á kosið. Var ferðin dýr er spurt. Nei við fengum mikið fyrir peningana, mjög mikið. Viljum eiginlega bara ferðast með Obeo Africa. Takk. Guðmundur Benediktsson, Ingibjörg Faaberg

    Hvað get ég sagt? Ógleymanleg ferð til Namibíu, skemmtilegur hópur og leiðsögnin og skipulagningin algerlega frábær. Þessari ferð mun ég aldrei gleyma. Sjö stjörnum af fimm 🌞😎

    Ógleymanleg ferð til Namibíu, náttúrufegurðin kom verulega á óvart, dýralífið er stórfenglegt og mannlífið fjölbreytt. Maturinn er alveg meiriháttar og allur aðbúnaður á gististöðum mun betri en við eigum að venjast! (Og klósettaðstaða alls staðar fín, meira að segja á vegasjoppum!) Obeo á heiður skilið fyrir frábært skipulag og fararstjórn, takk, takk, Birna og fleiri. Við fengum mjög góða yfirsýn yfir menningu og sögu heimamanna. 13 þjóðarbrot búa í Namibíu og tungumálin eru 11 þó svo að enska sé hið opinbera tungumál sem kennt er í skólum. Allir eru stoltir af landi og þjóð og ákafir í að fræða hinn fávísa ferðamann. Alls staðar var tekið á móti okkur með brosi á vör þó svo að fátæktin væri víða átakanleg. Það rigndi hressilega á meðan ferð okkar stóð og allar eyðimerkur og sléttur voru óvenju grænar. Árfarvegurinn í Swakobmund fylltist af vatni en það hafði ekki gerst í 11 ár!
    Erum í skýjunum yfir að hafa uppgötvað og upplifað Afríku
    Erna
    Namibíuferðin var í alla staði góð. Upplifunin af fólkinu, menningunni, náttúrunni, dýralífinu var stórkostleg. Hver dagur kom skemmtilega á óvart. Gisting og matur var miklu betra en við höfðum vænst fyrirfram. Alls staðar mætti okkur vinsemd og glaðværð og mikil þjónustulund starfsfólks. Birna, Eric, Johan eiga þakkir skildar fyrir frábæra skipulagningu á ævintýraferð. Okkur langar aftur!
    Guðný og Jón

    Við hjónin fórum með Obeo Afrika til Namibíu 2022 og í 4ra landa ferðina árið 2024. Við getum heils hugar mælt með báðum þessum ferðum. Skipulag þeirra var einstaklega gott, gististaðir gaumgæfilega valdir og fararstjórarnir dásamlegir. Mikill kostur að nánast allt uppihald var innifalið í verði ferðanna og að ferðast var í litlum hópum. Við eigum stórkostlegar minningar úr ferðunum tveimur og munum fylgjast spennt með nýjum ferðum í boði Obeo Afika. Dóróþea og Viðar, Dalvík

    Við komum heim eftir 19 daga ferð til Namibíu með brosið fast allan hringinn. Fádæma fallegt land, auðugt af fjölbreyttu dýralífi og ómetanlegt að upplifa það að sitja í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu og hættulegustu rándýrum heims, sjá fíla, nashyrninga, krókódíla og flóðhesta sinna sínum málum í náttúrulegu umhverfi þeirra er bara ógleymanlegt. Menning þjóðflokkanna og fólkið sem við fengum að sjá og kynnast lítillega var heillandi og fengur að fá tækifæri til að heimsækja. Fararstjórinn okkar, hún Birna, þekkti land og þjóð frá því hún bjó þar um árabil og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Henni til halds og trausts var síðan innlendi leiðsögumaðurinn og bílstjórinn sem sem vann hug og hjörtu allra í hópnum með viðmóti sínu og þekkingu á landi sínu og þjóð. Við fórum víða um Namibíu og gistum á sérbúnum gististöðum/hótelum inni á verndarsvæðum fyrir dýralíf. Aðbúnaður þar, þjónusta og þjónustulund var með því besta sem við höfum upplifað á ferðalögum og maturinn hreint afbragð. Árni E. Albertsson og Elínrós Eiríksdóttir

    Við mamma (Hulda Vilhjálmsdóttir) fórum í Namibíuferð með Birnu í febrúar 2019. Það var algjör draumaferð. Mikið að skoða en líka tími til að njóta staðanna, lítill og frábærlega góður hópur. Glæsilegir gististaðir og öll þjónusta til fyrirmyndar.

    Ég get heilshugar mælt með þessari ferð og væri alveg til í að fara aftur eða í aðra sambærilega með Obeo.

    Hjartans þakkir fyrir ógleymanlega ferð.

    Guðrún Eggertsdóttir