Hér er að finna nánari upplýsingar um gististaði Obeo Afríku. Við leggjum mikla vinnu í að handvelja gististaði okkar, og keppumst við að prófa alla gististaði sjálf, áður en við bjóðum gesti okkar velkomna. Gististaðir eru sannarlega stór partur af upplifun ferðar ykkar til Afríku og því vöndum við valið vel.

Hotel Thermal Ranomafana


Hotel Thermal Ranomafana

Sundlaug

Bar

Spa


Hotel Thermal Ranomafana er þægilegur gististaður með sælkera veitingastað, í fallegu andrúmslofti nálægt heilsulind og þjóðgarðinum Ranomafana.

Isalo Rock Lodge


Isalo Rock Lodge


Loftkæling

Sundlaug

Veitingastaður

Bar

Minibar

 


Isalo Rock Lodge er hágæða gististaður í fallegu umhverfi hátt uppi í Sandstone Mountains. Gististaðurinn er umkringdur fjölbreyttu dýra- og gróðurlífi, þar er m.a. að finna hin stærri kamelljón og lemúrana.

Les Dunes D’Ifaty


Ifaty


Veitingastaður, bar, sundlaug


Hótelið er staðsett meðfram Mósambíksundi rétt við sjávarþorpið Mangily. Aðalbyggingin, þar sem þakið er sirka tíu metrar, hvílir á tré, inniheldur móttöku, setustofur, aðalbarinn, veitingastaðinn og veröndina. Þaðan er stór stigi sem veitir beinan aðgang að ströndinni. Strandbarinn er á móti sundlauginni við sjóinn. Tilvalinn staður til að dást að sólsetrinu á meðan þú nýtur … Continued

Relais des Plateaux


Antananarivo (Tana)


Sundlaug, Internet, Spa, Veitingastaður, Loftkæling, Líkamsrækt, Bar


Relais des Plateaux Hotel & Spa, tekur á móti þér í gróskumikilli gróðursælu og í skugga stórkostlegra trjáa. Búast má við hinni frægu Malagasísku gestrisni og vingjarnlegu starfsfólki. Staðsetningin er frábær, aðeins 5 mínútna fjarlægð frá Ivato flugvellinum og 15 mínútur frá miðbænum. Þú munt kunna að meta 100% malagasíska gestrisni og vingjarnleika starfsfólksins sem … Continued

Mushara Lodge


Mushara Lodge


Loftkæling

Sundlaug

Veitingastaður

Bar

Bókasafn

Sér verönd við hvert hús

Minibar


Mushara Lodge er hágæða gististaður við austurhlið Etosha. Mikill metnaður er lagður á gæði, umhverfi, þjónustu og mat, þetta er einn af okkar uppáhalds stöðum og er af mörgum að taka. Þetta er fullkominn staður til að upplifa, njóta og slaka á milli viðburðríkra safariferð.  

Etosha Safari Camp


Etosha Safari Camp


Veitingastaður,

Sundlaug,

Bar,

Safariferðir

 


Etosha Safari Camp er heillandi gististaður staðsettur við vesturhlið Etosha þjóðgarðsins. Afrískt þema er mjög áberandi á þessum skemmtilega gististað, matur og þjónusta er til fyrirmyndar.

Bagatelle – Kalahari Game Ranch


Bagatelle


Sundlaug,

veitingastaður og bar,

safariferðir/hestaferðir,

loftkæling,

afþreying


Bagatelle er hágæða gististaður staðsettur á útjaðri Kalahari eyðimerkurinnar, og leggur mikla áherslu á náttúru- og dýravernd. Hin fræga Kalahari eyðimörk nær yfir stórbrotið landslag með litlum rauð-appelsínugulum sandöldum. Eyðimörkin teygir sig yfir Botswana, Angóla, Namibíu og Suður Afríku, er yfir 900 000 ferkílómetrar að stærð. Möguleiki er að upplifa fjölmargar tegundir dýra og fugla … Continued

Elegant Desert Lodge


Veitingastaður

Bar

Sundlaug

WiFi

Loftkæling

 


Búðirnar eru staðsettar á landamærum heimsminjaskrá Namib eyðimerkur og aðeins 38 km frá hliðinu að Sesriem og Sossusvlei og býður upp á gistingu í 27 glæsilega innréttuðum, loftkældum herbergjum. Smekklegu og þægilegu herbergin bjóða þér að njóta andrúmslofts elstu eyðimerkur heims. Fallegi og friðsæli garðurinn okkar – lítil vin í eyðimörkinni – býður upp á … Continued

Kratsplatz


Luderitz


Veitingastaður

Bar


Kratzplatz gistiheimilið var stofnað með því að breyta gamalli kirkju. Þar eru tíu herbergi með sjónvarpi. Húsgögn eru nútímaleg og einföld. BARRELS, notalegur veitingastaður og bar er á staðnum og er þekkt fyrir heimalagaðar máltíðir og skemmtilega stemningu. Pósthús, verslanir, bankar og sjávarsíðan eru allar í göngufæri frá Kratzplatz. Kratzplatz var stofnað árið 1993 með … Continued

Fish River Camp


Klósett

Sturta


Tvær búðir settar upp á jaðri gljúfursins, Camp Edge og Camp Eternity. Lúxus tjöld eru sett upp í skjóli grjótveggja, með klósett, sturtu og aðstöðu til að borða. Hér er hægt að njóta yndislegra kvölda eftir erfiðar göngur dagsins.

Fish River Lodge


Fish River Canyon


Veitingastaður

Bar

Sundlaug

Loftkæling


Fish River Lodge er staðsett á jaðri Fish River Canyon, einn helsti ferðamannastaður Namibíu, og býður fjörutíu gestum upp á stórkostlegt útsýni beint yfir gljúfrið frá sólarupprás til sólseturs. Landslagið í kringum vesturhlið gljúfursins er víðáttumikið og fornlegt. Fullkomið bæði fyrir einveru og ævintýri. Upplifðu dramatík þessa 500 milljón ára gamla jarðfræðilega undurs.

Zebra Kalahari Lodge


Kalahari


Veitingastaður

Bar

Sundlaug

Loftkæling

Minibar

Hárþurrka

Kaffi & Te


Eftir stuttan akstur um hina Kalahari eyðimörk er gestum boðið velkomið með bráðnauðsynlegum hressandi drykk og brosi eins hlýtt og eyðimerkur sólin. Fiskitjörnin og fallegu stein- og trébyggingarnar róa strax sál manns og gestir eru leiddir inn í svala setustofusvæðið með útsýni yfir frekar líflegu vatnsbóli og sundlaug. Herbergissvæðið er risastórt og veggirnir eru skreyttir með fornum afrískum grímum.

Hafðu Samband





    UMSAGNIR

    Við komum heim eftir 19 daga ferð til Namibíu með brosið fast allan hringinn. Fádæma fallegt land, auðugt af fjölbreyttu dýralífi og ómetanlegt að upplifa það að sitja í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu og hættulegustu rándýrum heims, sjá fíla, nashyrninga, krókódíla og flóðhesta sinna sínum málum í náttúrulegu umhverfi þeirra er bara ógleymanlegt. Menning þjóðflokkanna og fólkið sem við fengum að sjá og kynnast lítillega var heillandi og fengur að fá tækifæri til að heimsækja. Fararstjórinn okkar, hún Birna, þekkti land og þjóð frá því hún bjó þar um árabil og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Henni til halds og trausts var síðan innlendi leiðsögumaðurinn og bílstjórinn sem sem vann hug og hjörtu allra í hópnum með viðmóti sínu og þekkingu á landi sínu og þjóð. Við fórum víða um Namibíu og gistum á sérbúnum gististöðum/hótelum inni á verndarsvæðum fyrir dýralíf. Aðbúnaður þar, þjónusta og þjónustulund var með því besta sem við höfum upplifað á ferðalögum og maturinn hreint afbragð. Árni E. Albertsson og Elínrós Eiríksdóttir

    Ég var búin að skoða margar leiðir til að ferðast til Afríku þegar ég datt niður á Obeo, bókaði með þeim og sé alls ekki eftir því. Ferðin var frábærlega skipulögð og hver dagur eins og galdrar! Passað vel upp á alla og endalausir möguleikar til að verja frjálsum tíma. Hefði ekki getað huxað mér betri leið til að kynnast Afríku. Sjáumst fljótt 🙂 Árdís Bj. Jónsdóttir

    Við Valur erum varla komin niður úr skýjunum ennþá og erum sammála um að ferðin öll hafi verið alveg frábær. Fyrst vil ég nefna einstaklega heillandi land, góða skipulagningu, skemmtilega gististaði og góðan mat og ekki má gleyma bílstjóranum okkar ljúfa. Rannveigu þökkum við fyrir að passa uppá okkur og gera ferðina ógleymanlega. Kristín Emilía Daníelsdóttir

    Það er margt hægt að segja um Namibíu. Dularfull, aðlaðandi, ógnvekjandi, spennandi, draumkennd, seiðmögnuð, tröllsleg, en umfram allt stórkostleg. Jóhann Sigurólason

    Namibíuferðin var í alla staði góð. Upplifunin af fólkinu, menningunni, náttúrunni, dýralífinu var stórkostleg. Hver dagur kom skemmtilega á óvart. Gisting og matur var miklu betra en við höfðum vænst fyrirfram. Alls staðar mætti okkur vinsemd og glaðværð og mikil þjónustulund starfsfólks. Birna, Eric, Johan eiga þakkir skildar fyrir frábæra skipulagningu á ævintýraferð. Okkur langar aftur!
    Guðný og Jón

    Takk fyrir æðislega ferð. Namibía var fyrir mér ævintýralegur staður. Ég virkilega heillaðist af landinu og það stóðst allar mínar væntingar og meira til. Ég er sannfærð um að hafa valið bestu Namibíu-ferðina. Frábær upplifun í vel skipulagðri ferð! Anna Dóra

    Ég veit ekki alveg hvar skal byrjað en ég er í 7 unda himni með þessa ferð. Það var allt sem gerði þessa ferð að því sem hún varð. Ferðafélagar dásamlegir, landið guðdómlegt, maturinn góður, gistingin stundum óraunveruleg ( hélt grínlaust að það yrði prins á koddanum í hinu rúminu næst þegar ég kæmi inn) , fallhlífastökkið geggjað og svo Rannveig mín þú gerðir ferðina að því sem hún varð, þ.e ÓGLEYMANLEG
    Ég er orðin áskrifandi af ferðum ykkar
    Kærleikskveðja og fullt af þakklæti
    Sigurveig Björgólfs

    Við hjónin fórum með Obeo Afrika til Namibíu 2022 og í 4ra landa ferðina árið 2024. Við getum heils hugar mælt með báðum þessum ferðum. Skipulag þeirra var einstaklega gott, gististaðir gaumgæfilega valdir og fararstjórarnir dásamlegir. Mikill kostur að nánast allt uppihald var innifalið í verði ferðanna og að ferðast var í litlum hópum. Við eigum stórkostlegar minningar úr ferðunum tveimur og munum fylgjast spennt með nýjum ferðum í boði Obeo Afika. Dóróþea og Viðar, Dalvík

    Við mamma (Hulda Vilhjálmsdóttir) fórum í Namibíuferð með Birnu í febrúar 2019. Það var algjör draumaferð. Mikið að skoða en líka tími til að njóta staðanna, lítill og frábærlega góður hópur. Glæsilegir gististaðir og öll þjónusta til fyrirmyndar.

    Ég get heilshugar mælt með þessari ferð og væri alveg til í að fara aftur eða í aðra sambærilega með Obeo.

    Hjartans þakkir fyrir ógleymanlega ferð.

    Guðrún Eggertsdóttir

    Ógleymanleg ferð til Namibíu, náttúrufegurðin kom verulega á óvart, dýralífið er stórfenglegt og mannlífið fjölbreytt. Maturinn er alveg meiriháttar og allur aðbúnaður á gististöðum mun betri en við eigum að venjast! (Og klósettaðstaða alls staðar fín, meira að segja á vegasjoppum!) Obeo á heiður skilið fyrir frábært skipulag og fararstjórn, takk, takk, Birna og fleiri. Við fengum mjög góða yfirsýn yfir menningu og sögu heimamanna. 13 þjóðarbrot búa í Namibíu og tungumálin eru 11 þó svo að enska sé hið opinbera tungumál sem kennt er í skólum. Allir eru stoltir af landi og þjóð og ákafir í að fræða hinn fávísa ferðamann. Alls staðar var tekið á móti okkur með brosi á vör þó svo að fátæktin væri víða átakanleg. Það rigndi hressilega á meðan ferð okkar stóð og allar eyðimerkur og sléttur voru óvenju grænar. Árfarvegurinn í Swakobmund fylltist af vatni en það hafði ekki gerst í 11 ár!
    Erum í skýjunum yfir að hafa uppgötvað og upplifað Afríku
    Erna

    Við fórum í ferð til Namibíu og síðar til Tanzaníu. Hreint frábærar ferðir. Ferðatilhögun fararstjórn og gististaðir eins og best var á kosið. Var ferðin dýr er spurt. Nei við fengum mikið fyrir peningana, mjög mikið. Viljum eiginlega bara ferðast með Obeo Africa. Takk. Guðmundur Benediktsson, Ingibjörg Faaberg

    Namibíuferðin sem við Hilmar fórum stóð frá 15.febr. til 2. mars 2019.  Lítill hópur en alveg einstaklega góður. Birna Guðbjörg Hauksdóttir var fararstjóri, fræðandi og skemmtileg. Allt skipulag var til fyrirmyndar, sama hvort við tölum um gistingu eða mat. Við vorum með sama bíl og bílstjóra alla ferðina, nema þegar farið var í ferðir þar sem við þurftum að vera á sérútbúnum bílum.  Namibía er land andstæðna, gróður og gróðurlausar saltsléttur, sandur og trjágróður til skiptis. Dýralífið er mjög fjölbreytt, stundum  sáum við dýrin við vatnsból, eitt af því eftirminnilegasta var að sjá fílahjörð koma þrammandi að vatnsbóli. Gististaðirnir eru líka eftirminnilegir, til dæmis þar sem starfsfólkið tók á móti okkur með söng eða þar sem þau kenndu okkur að læsa húsunum, læsingin var krókur og kengur.  Eða að heyra clic málið eða…..

    Mér finnst við vera mjög heppin að hafa farið í þessa ferð.

    Guðrún og Hilmar.