Namibíuferðin sem við Hilmar fórum stóð frá 15.febr. til 2. mars 2019. Lítill hópur en alveg einstaklega góður. Birna Guðbjörg Hauksdóttir var fararstjóri, fræðandi og skemmtileg. Allt skipulag var til fyrirmyndar, sama hvort við tölum um gistingu eða mat. Við vorum með sama bíl og bílstjóra alla ferðina, nema þegar farið var í ferðir þar sem við þurftum að vera á sérútbúnum bílum. Namibía er land andstæðna, gróður og gróðurlausar saltsléttur, sandur og trjágróður til skiptis. Dýralífið er mjög fjölbreytt, stundum sáum við dýrin við vatnsból, eitt af því eftirminnilegasta var að sjá fílahjörð koma þrammandi að vatnsbóli. Gististaðirnir eru líka eftirminnilegir, til dæmis þar sem starfsfólkið tók á móti okkur með söng eða þar sem þau kenndu okkur að læsa húsunum, læsingin var krókur og kengur. Eða að heyra clic málið eða…..
Mér finnst við vera mjög heppin að hafa farið í þessa ferð.
Guðrún og Hilmar.