Persónuvernd Obeo Afrika
Sbr Persónuverndarlögum
Tilgangur og tegund upplýsinga
Við söfnum upplýsingum frá þér sem notanda til að geta veitt þér þá þjónustu sem við bjóðum.
Fréttabréf
Til að senda fréttabréf þurfum við netfang þitt til að geta sent þér áhugaverð tilboð. Við gefum aldrei upplýsingar þína til annarra eða áframsendum á nokkurn hátt. Þú getur afskráð þig af lista okkar hvenær sem þú vilt.
Tilboð
Ef þú biður um tilboð frá okkur, þá munum við þurfa upplýsingar um hvernig á að hafa samband við þig og nöfn tilvonandi ferðafélaga.
Pöntun
Ef tilboðið verður að pöntun þurfum við upplýsingar um vegabréf.
Vegabréfs upplýsingar eru sendar til flugfélaga á sama hátt og þegar þú skannar vegabréfið þitt við innritun hjá flugfélögunum.
Við gætum líka þurft vegabréfsupplýsingar ef við ætlum að hjálpa til við vegabréfsáritanir til tiltekinna landa.
Er upplýsingum komið til annarra?
Við birtum EKKI persónulegar upplýsingar þínar til þriðja aðila nema þar sem flugfélögin biðja um vegabréfsupplýsingar og farsímanúmer, þar sem hótel vilja nöfn og farsímanúmer, og þar sem umboðsmenn okkar á áfangastað þurfa nöfn, farsímanúmer og mögulega vegabréfsupplýsingar ef þau eiga að aðstoða við að fá vegabréfsáritun.
Eyðing og geymsla persónugagna
Upplýsingar sem koma frá þér sem viðskiptavini, eru notaðar og geymdar í skrifstofukerfi okkar. Eyðingu samskiptaupplýsinga og ferðaupplýsinga fer fram að 5 árum liðnum frá því ferðinni er lokið (samkvæmt bókhaldslögum). Upplýsingum um vegabréf verður eytt sjálfkrafa við heimkomu, nema um annað sé samið.
Öryggi
Starfsmenn okkar bera bæði þagnarskyldu og vinna úr persónulegum gögnum af alúð.