Hjá okkur er að finna hágæða ferðir til Afríku, allar vel skipulagðar og með íslenskri fararstjórn

Tansanía – Safari & Sansibar


Aðeins 2 sæti laus

Verð á mann

1.495.000

Lengd ferðar

17 dagar

Dagsetning

10 - 26 janúar 2025

Tansanía er þekkt fyrir stórfenglega þjóðgarða, fjölbreytt mannlíf og ekki síst eyjuna Sansibar.
Við ferðumst um nokkra af frægustu safarí þjóðgörðum heims, gistum í færanlegum búðum sem eru staðsettar inni í Serengeti og fylgja hinum frægu hjarðflutningum þjóðgarðsins, förum í leit að trjáklifrandi ljónum, heimsækjum innfædda og endum ferðina á himneskum ströndum Sansibar eyjunnar.

Ævintýri Namibíu


Verð á mann

997.900

Lengd ferðar

20 dagar

Dagsetning

09 - 28 febrúar 2025

Namibíuferð okkar hefur vakið mikla lukku. Hér færðu að upplifa það besta sem Namibía hefur að bjóða. Þjóðgarðar, stórfenglegt landslag og náttúra, ótrúlegt dýralíf, fjölbreytt mannlíf, strandarbærinn Swakopmund og hæstu sandöldur heims í Sossusvlei

Fjögurra Landa Ferð


Aðeins 4 sæti laus

Verð á mann

1.566.900

Lengd ferðar

18 dagar

Dagsetning

02 - 19 mars 2025

Suður-Afríka, Botsvana, Namibía og Simbabve. Upplifðu töfra Höfðaborgar, einstaklega fjölskrúðugt dýralíf Botsvana og Namibíu og, síðast en ekki síst, skynjaðu orku Viktoríufossa í Simbabve

Madagascar


Verð á mann

Væntanleg

Lengd ferðar

19 dagar

Dagsetning

Væntanleg 2026

Við erum gríðarlega spennt fyrir Madagascar, þessu einstaka náttúru- og dýralífsundri. Við bjóðum upp á ferð þar sem hægt er að upplifa stórfenglegt landslag, framandi dýr og strandarlíf í mögnuðu umhverfi. Ath. að það er bæði mikill akstur í ferðinni og göngur sem mun reyna á líkamann svo það er mikilvægt að vera í hæfilega góðu formi 

Suður Afríka – Golf, Safari & Vínekrur


Uppselt

Verð á mann

Væntanleg

Lengd ferðar

16 dagar

Dagsetning

Væntanleg haustið 2025

Suður Afríka. Upplifðu suma af bestu golf völlum heims í ævintýralegu umhverfi. Í þessari ferð verður notið margra golfdaga, vínekruferða, Höfðaborgar, Garden Route og ekki síst magnað safari í hinu fræga Kruger svæði.

Uganda – Górillur, Simpansar & Safari


Uppselt

Lengd ferðar

16 dagar

Dagsetning

29 september - 14 október 2025

Einstök upplifun í Uganda þar sem hápunktur ferðarinnar er án efa hinar stórfenglegu górillur sem eru í útrýmingarhættu. Í þessari ævintýraferð ætlum við að kynnast því besta sem Uganda hefur upp á að bjóða. Górillur, simpansar, safari og miðbaugur. Það eru fjölbreyttar safariferðir innifaldar, þar á meðal eitt göngusafari – upplifun sem þú munt seint gleyma. Ógleymanlegt tækifæri að hitta górillur og simpansa á þeirra eigin svæði.

Gljúfraganga og Safari – væntanleg


Uppselt

Verð á mann

Væntanleg

Lengd ferðar

13 dagar

Dagsetning

Væntanleg

Í þessari mögnuðu ferð verður ferðast í einkaflugvél um suðurhluta Namibíu til að ganga næst stærsta gljúfur heims, Fish River Canyon. Heimsókn til hins dulúðuga draugabæ Kolmanskop, ganga hæstu sandöldur heims, upplifa strandarbæinn Swakopmund og endum ferðina í meiriháttar Safari ævintýri í Erindi verndarsvæði. 
Þessi ferð er sérsniðin þeim sem hafa brennandi áhuga á göngu, ævintýrum og dýralífi. 

Hafðu Samband





    UMSAGNIR

    Namibíuferðin sem við Hilmar fórum stóð frá 15.febr. til 2. mars 2019.  Lítill hópur en alveg einstaklega góður. Birna Guðbjörg Hauksdóttir var fararstjóri, fræðandi og skemmtileg. Allt skipulag var til fyrirmyndar, sama hvort við tölum um gistingu eða mat. Við vorum með sama bíl og bílstjóra alla ferðina, nema þegar farið var í ferðir þar sem við þurftum að vera á sérútbúnum bílum.  Namibía er land andstæðna, gróður og gróðurlausar saltsléttur, sandur og trjágróður til skiptis. Dýralífið er mjög fjölbreytt, stundum  sáum við dýrin við vatnsból, eitt af því eftirminnilegasta var að sjá fílahjörð koma þrammandi að vatnsbóli. Gististaðirnir eru líka eftirminnilegir, til dæmis þar sem starfsfólkið tók á móti okkur með söng eða þar sem þau kenndu okkur að læsa húsunum, læsingin var krókur og kengur.  Eða að heyra clic málið eða…..

    Mér finnst við vera mjög heppin að hafa farið í þessa ferð.

    Guðrún og Hilmar.

    Ég var búin að skoða margar leiðir til að ferðast til Afríku þegar ég datt niður á Obeo, bókaði með þeim og sé alls ekki eftir því. Ferðin var frábærlega skipulögð og hver dagur eins og galdrar! Passað vel upp á alla og endalausir möguleikar til að verja frjálsum tíma. Hefði ekki getað huxað mér betri leið til að kynnast Afríku. Sjáumst fljótt 🙂 Árdís Bj. Jónsdóttir

    Við hjónin fórum með Obeo Afrika til Namibíu 2022 og í 4ra landa ferðina árið 2024. Við getum heils hugar mælt með báðum þessum ferðum. Skipulag þeirra var einstaklega gott, gististaðir gaumgæfilega valdir og fararstjórarnir dásamlegir. Mikill kostur að nánast allt uppihald var innifalið í verði ferðanna og að ferðast var í litlum hópum. Við eigum stórkostlegar minningar úr ferðunum tveimur og munum fylgjast spennt með nýjum ferðum í boði Obeo Afika. Dóróþea og Viðar, Dalvík

    Við komum heim eftir 19 daga ferð til Namibíu með brosið fast allan hringinn. Fádæma fallegt land, auðugt af fjölbreyttu dýralífi og ómetanlegt að upplifa það að sitja í nokkurra metra fjarlægð frá stærstu og hættulegustu rándýrum heims, sjá fíla, nashyrninga, krókódíla og flóðhesta sinna sínum málum í náttúrulegu umhverfi þeirra er bara ógleymanlegt. Menning þjóðflokkanna og fólkið sem við fengum að sjá og kynnast lítillega var heillandi og fengur að fá tækifæri til að heimsækja. Fararstjórinn okkar, hún Birna, þekkti land og þjóð frá því hún bjó þar um árabil og miðlaði af þekkingu sinni og reynslu. Henni til halds og trausts var síðan innlendi leiðsögumaðurinn og bílstjórinn sem sem vann hug og hjörtu allra í hópnum með viðmóti sínu og þekkingu á landi sínu og þjóð. Við fórum víða um Namibíu og gistum á sérbúnum gististöðum/hótelum inni á verndarsvæðum fyrir dýralíf. Aðbúnaður þar, þjónusta og þjónustulund var með því besta sem við höfum upplifað á ferðalögum og maturinn hreint afbragð. Árni E. Albertsson og Elínrós Eiríksdóttir

    Hvað get ég sagt? Ógleymanleg ferð til Namibíu, skemmtilegur hópur og leiðsögnin og skipulagningin algerlega frábær. Þessari ferð mun ég aldrei gleyma. Sjö stjörnum af fimm 🌞😎

    Við fórum í ferð til Namibíu og síðar til Tanzaníu. Hreint frábærar ferðir. Ferðatilhögun fararstjórn og gististaðir eins og best var á kosið. Var ferðin dýr er spurt. Nei við fengum mikið fyrir peningana, mjög mikið. Viljum eiginlega bara ferðast með Obeo Africa. Takk. Guðmundur Benediktsson, Ingibjörg Faaberg

    Við Valur erum varla komin niður úr skýjunum ennþá og erum sammála um að ferðin öll hafi verið alveg frábær. Fyrst vil ég nefna einstaklega heillandi land, góða skipulagningu, skemmtilega gististaði og góðan mat og ekki má gleyma bílstjóranum okkar ljúfa. Rannveigu þökkum við fyrir að passa uppá okkur og gera ferðina ógleymanlega. Kristín Emilía Daníelsdóttir

    Ég veit ekki alveg hvar skal byrjað en ég er í 7 unda himni með þessa ferð. Það var allt sem gerði þessa ferð að því sem hún varð. Ferðafélagar dásamlegir, landið guðdómlegt, maturinn góður, gistingin stundum óraunveruleg ( hélt grínlaust að það yrði prins á koddanum í hinu rúminu næst þegar ég kæmi inn) , fallhlífastökkið geggjað og svo Rannveig mín þú gerðir ferðina að því sem hún varð, þ.e ÓGLEYMANLEG
    Ég er orðin áskrifandi af ferðum ykkar
    Kærleikskveðja og fullt af þakklæti
    Sigurveig Björgólfs

    Við mamma (Hulda Vilhjálmsdóttir) fórum í Namibíuferð með Birnu í febrúar 2019. Það var algjör draumaferð. Mikið að skoða en líka tími til að njóta staðanna, lítill og frábærlega góður hópur. Glæsilegir gististaðir og öll þjónusta til fyrirmyndar.

    Ég get heilshugar mælt með þessari ferð og væri alveg til í að fara aftur eða í aðra sambærilega með Obeo.

    Hjartans þakkir fyrir ógleymanlega ferð.

    Guðrún Eggertsdóttir

    Takk fyrir æðislega ferð. Namibía var fyrir mér ævintýralegur staður. Ég virkilega heillaðist af landinu og það stóðst allar mínar væntingar og meira til. Ég er sannfærð um að hafa valið bestu Namibíu-ferðina. Frábær upplifun í vel skipulagðri ferð! Anna Dóra

    Namibíuferðin var í alla staði góð. Upplifunin af fólkinu, menningunni, náttúrunni, dýralífinu var stórkostleg. Hver dagur kom skemmtilega á óvart. Gisting og matur var miklu betra en við höfðum vænst fyrirfram. Alls staðar mætti okkur vinsemd og glaðværð og mikil þjónustulund starfsfólks. Birna, Eric, Johan eiga þakkir skildar fyrir frábæra skipulagningu á ævintýraferð. Okkur langar aftur!
    Guðný og Jón

    Það er margt hægt að segja um Namibíu. Dularfull, aðlaðandi, ógnvekjandi, spennandi, draumkennd, seiðmögnuð, tröllsleg, en umfram allt stórkostleg. Jóhann Sigurólason