20 daga ævintýraferð til Namibíu

Namibíuferð okkar hefur vakið mikla lukku. Hér færðu að upplifa það besta sem Namibía hefur að bjóða. Þjóðgarðar, stórbrotið landslag og náttúra, ótrúlegt dýralíf, fjölbreytt mannlíf, elsta eyðimörk í heimi, strandarbærinn Swakopmund og hæstu sandöldur heims í Sossusvlei.

Dagur 1 – Flug frá Keflavík

Dagur 2  – Koma til Namibíu, Windhoek

Dagur 3 – Kalahari

Dagur 4 – Sossusvlei

Dagur 5 – Sossusvlei

Dagur 6 – Sossusvlei

Dagur 7 – Swakopmund

Dagur 8 – Swakopmund

Dagur 9 – Swakopmund

Dagur 10 – Swakopmund

Dagur 11 – Damaraland

Dagur 12 – Damaraland

Dagur 13 – Etosha Suður

Dagur 14 – Etosha Suður

Dagur 15 – Etosha Austur

Dagur 16 – Etosha Austur

Dagur 17 – Otjiwa

Dagur 18 – Otjiwa

Dagur 19 – Brottför frá Namibíu

Dagur 20 – Koma til Íslands

Dagur 1 - Brottför

Flogið frá Keflavík til Windhoek í Namibíu. Flogið er með Lufthansa og Eurowings, í gegnum Frankfurt.

Obeo starfsmaður mun hitta hópinn í KEF og aðstoða við innritun ef þarf, og kveðja hópinn. Tekið verður svo á móti hópnum við komu í Windhoek.

Lagt er af stað frá Keflavíkurflugvelli 9. febrúar, kl. 15:10 og lent í Windhoek morguninn eftir.

Dagur 2 - Komið til Namibíu

Lent að morgni í Windhoek þar sem íslenskur fararstjóri og innlendur bílstjóri mun hitta hópinn og verður með frá upphafi til enda ferðar.

Keyrt verður í höfuðborgina, Windhoek þar sem gist verður fyrstu nóttina til slökunar eftir langt flug. Restin af deginum verður frjáls til að njóta við sundlaugina, eða fyrir þá sem vilja mun fararstjóri fara inn í borgina í skoðunarferð.

Kvöldverður snæddur í Windhoek

 

 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
H, K
43 km | sirka 45 min akstur

Dagur 3 - Kalahari

Við byrjum í Kalahari eyðimörkinni sem nær yfir stórbrotið landslag með litlum rauð-appelsínugulum sandöldum. Kalahari eyðimörkin teygir sig yfir Botswana, Namibíu og Suður Afríku, 900,000 ferkílómetra að stærð og inniheldur hæðir og lágar sandöldur og eyðimerkurdýralíf. Dýralífið er fjölbreytt, og mögulegt er rekast á, svo fátt eitt talið, ljón, hýenur, hlébarða (mjög sjaldgæf sjón),  villihunda, fjölda antilópa, strúta fyrir utan öll litlu eyðimerkurdýrin. 

Nafnið er dregið af orðinu Kgalagadi í setsvana, málitsvana sem merkir „þorstinn mikli“. 

Áhugaverð staðreynd um Kalaharí; hún er eiginlega ekki talin eyðimörk þar sem hún fær of mikla rigningu árlega, en rigningin hverfur fljótt í gífurlega sandauðnina án þess að skilja eftir nokkuð yfirborðsvatn, sem útskýrir nafnið «þorstinn mikli». 

Ekið verður til Bagatelle gististaðarins í Kalahari eyðimörkinni. Bagatelle er einstakur hágæða gististaður þar sem hægt er að upplifa fjölbreytt dýra- og fuglalíf ásamt þjónustu og mat í háum gæðaflokki.

Seinnipartinn er haldið í blettatígursgöngu og sólsetursdrykk. Bagatelle er í samstarfi við CCF (Cheetah Conservation Fund) sem er eitt af öflugustu verndarsvæðunum í Namibíu, staðsett í norðurhluta Namibíu. Í CCF fer fram mikið rannsóknar- og endurhæfingarstarf þar sem aðal áherslan er á að sleppa dýrunum aftur í sitt náttúrulega umhverfi ásamt því að kortleggja hegðun þeirra og ferðir. 

CCF hefur bjargað og sleppt hundruðum af blettatígrum aftur í sitt náttúrulega umhverfi, en því miður er það svo að sumum dýrum er ekki hægt að sleppa og eru þau þá í eins náttúrulegu umhverfi og hægt er á verndarsvæði CCF.  Í CCF og Bagatelle er hægt að komast í nálægð við þessi dýr, þar sem ætíð eru nokkur dýr heima við í aðhlynningu/endurhæfingu. 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
260 km | sirka 3.5 klst akstur
Blettatígursganga og sólsetursferð

Dagur 4 - Kalahari & Sossusvlei

Snemma um morguninn förum við í heimsókn til San Bushmanna sem eru frumbyggjar sunnanverðrar Afríku. Yfirráðarsvæði þeirra er dreift yfir nokkur lönd og hafa þeir verið til staðar í minnst 20 000 ár með eina elstu menningu heims og hafa þeir þróað með sér einstaka hæfileika til að lifa af í þessu harða umhverfi.

Síðan er ekið til Le Mirage búðanna á Sossusvlei svæðinu í Namib eyðimörkinni. Namib eyðimörkin er þekkt fyrir sínar stóru og gullnu sandöldur og þar er að finna sumar af stærstu sandöldum heims, allt að 320 metra að hæð.

Restin af deginum frjáls, kvöldmatur snæddur í búðunum.

Le Mirage er hágæða gististaður stuttan spöl frá Sossusvlei þjóðgarðinum sjálfum og er þekkt fyrir sérstakan byggingarstíl sem fellur ótrúlega vel inn í eyðimörkina.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
295 km | sirka 4,5 klst
San Bushmen

Dagur 5 - Sossusvlei & Deadvlei

Lagt af stað snemma morguns í skoðunarferðir til að forðast mesta hitann. Morgunverður snæddur í búðunum áður en lagt verður af stað. Ekið verður  inn í Sossusvlei þjóðgarðinn og sandöldurnar og svæðið skoðað.

Hér er Dune 45, mest myndaða sandalda heims að sagt er. Í nágrenni Sossusvlei er Deadvlei (Dauðamýri) með sína uppþornuðu leirpönnu og þar finnast hin frægu Kamelthorn tré sem eru um 900 ára gömul. Þau lifðu í um 300 ár en í dag standa þau upp úr hvítri leirpönnunni, sólþurrkuð og dauð en ekki steingerð. Þaðan er nafnið “Deadvlei” dregið.
Hér er hægt að klífa eina af hæstu sandöldum heims fyrir þá sem vilja og fá magnað útsýni að verðlaunum, yfir Deadvlei, sandöldurnar og jafnvel alla leið til Atlantshafsins. Eða fara styttri leið beint inn í Deadvlei og ganga þar á hvítri leirpönnunni, inn á milli trjánna, alveg einstök upplifun. Göngur verða hafðar við hæfi hvers og eins og mögulega verður hópnum skipt upp.

Eftir ferðina í Deadvlei verður kíkt í Sesriem gljúfrið og svo haldið til baka í búðirnar fyrir síðbúinn hádegisverð. ATH að fararstjóri ákveður hugsanlega að breyta tíma heimsóknar í Sesriem gljúfur, allt fer eftir veðri og tilfinningu hópsins.

Kvöldverður verður snæddur í búðunum þar sem hægt er að sitja úti í eyðimerkurkyrrðinni, njóta fegurðarinnar og afríska sólsetursins.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Hálfs dags skipulögð ferð
Sossusvlei, Deadvlei og Sesriem Gljúfur

Dagur 6 - Sossusvlei

Í dag er frjáls tími til að njóta á Le Mirage.

Hægt verður að fara í loftbelg yfir eyðimörkina fyrir þá sem vilja (ekki innifalið)

Hádegisverður & Kvöldverður verður snæddur í búðunum

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K

Dagur 7 - Swakopmund

Morgunverður er snæddur snemma því framundan er löng og spennandi leið í gegnum Namib Naukluft Park til Swakopmund á vesturströndinni. Namib Naukluft Park er stærsti þjóðgarður Afríku og inniheldur elstu eyðimörk heims. Þar munum við meðal annars keyra framhjá hinum gullnu stóru sandöldum, stoppa við hin frægu Quiver tré, dáðst að Naukluft fjallgarðinum og skima eftir dýralífi.

Hádegisverður er snæddur áleiðis á heillandi stað sem heitir Solitaire, litlum stað í miðri eyðimörk mörg hundruð kílómetra frá næsta byggða bóli. Þar stutt frá er Steingeitarbaugur (Tropic of Capricorn), sá breiddarbaugur á suðurhveli jarðar þar sem sól er í hvirfilpunkti á sólstöðum.

Solitaire samanstendur af bensínstöð, verslun, kapellu og bakaríi með kaffihúsi. Kaffihúsið er vel þekkt fyrir eplaköku sína, án efa „bestu í allri Namibíu“.

Staðurinn var stofnaður árið 1884 og er nafnið dregið af orðinu einsemd.

Það fyrsta sem vekur athygli gestsins þegar hann kemur til Solitaire er gnægð bílflaka sem skreyta vegarkantinn. Það er næstum eins og að ganga inn í Tinna bók að koma að þessu einstaka bílasafni.

Kvöldin eru frjáls fyrir gesti að rölta um bæinn og njóta kvöldverðar á einum af hinum fjölmörgu veitingastöðum Swakopmund.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H
370 km | sirka 6 klst

Dagur 8 - Swakopmund

Swakopmund er svo sérstakur bær að það er erfitt að lýsa honum í fáum setningum.  Bærinn er staðsettur við ströndina, þar sem Atlantshafið og Namib eyðimörkin mætast og er frægur fyrir þýskt yfirbragð í byggingum og götulífi.

Innifalin er ferð til Spitzkoppe fyrir þá sem vilja. Hér er að finna stórfenglegt landslag. Risavaxnir klettar mynda lítið fjalllendi og hér er að finna fjall sem kallast “Zermatt Afríku”

Kvöldið er frjálst fyrir gesti að rölta um bæinn og njóta kvöldverðar á einum af hinum fjölmörgu veitingastöðum Swakopmund.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M
Spitzkoppe ferð

Dagur 9 - Swakopmund

Úrval af ævintýralegum afþreyingum er mikið í Swakopmund. Fyrir þá ævintýragjörnu er hægt að fara í fallhlífastökk með ótrúlegt útsýni yfir elstu eyðimörk í heimi, Atlantshafið og Swakopmund, aka fjórhjóli í eyðimörkinni, renna sér á sandbretti niður sandöldurnar svo eitthvað sé nefnt.

Ferðin “the little five” er mjög vinsæl, þar sem farið er í eyðimörkina með reyndum leiðsögumanni og eyðimerkurfánan og flóran skoðuð.

Aðrar ferðir eru t.d. að fara á kameldýrabak, “Sandwich Harbor” sem tekur ferðalanga á stað til að sjá eyðimörkina mæta hafinu, leigja “fatbike” og hjóla um bæinn og eyðimörkina sem umkringir hann.

 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M

Dagur 10 - Swakopmund

Þrátt fyrir allar afþreyingarnar sem eru í boði í Swakopmund má ekki gleyma að njóta verunnar í bænum, sem er þekkt fyrir afslappað umhverfi, þýska byggingarlist, góðan mat, vín og bjór.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M

Dagur 11 - Damaraland

Morgunverður er snæddur snemma því framundan er löng og spennandi leið frá Swakopmund til Damaralands meðfram hinni frægu Beinagrindarströnd (e. Skeleton Coast).  Ströndin er fögur og dulúðugleg, hrjóstug eyðimörkin nær alla leið til sjávar þar sem kaldur Benguela straumurinn mætir hinu þurra og hlýja lofti Namib eyðimerkurinnar og við það myndast þétt þoka sem getur náð langt út til sjávar og yfir skerjótta ströndina. Ströndin er þakin hvalabeinum og beinum dýra og manna sem hafa grafist í sandinn ásamt skipsflökum – réttnefndur kirkjugarður sjómanna og skipa. Þeir sjómenn sem komust í land eftir skipsstrand, áttu framundan langa leið í vatnslausri eyðimörkinni og fæstir þeirra lifðu það af. Þeirra helsta von var að Bushmenn finndu þá og aumkvuðust yfir þá. Fyrir um 70 árum fannst rispað á flatan stein á ströndinni: ‘I am proceeding to a river 60 miles north, and should anyone find this and follow me, God will help him.’

Hádegisverður snæddur áleiðis og kvöldverður í búðunum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
340 km | sirka 6 klst akstur

Dagur 12 - Damaraland

Það er margt að skoða á svæðinu og mikil upplifun á dagskrá í dag. Fyrir þá sem vilja verður í boði að heimsækja klettaristur San Bushmanna (ekki innifalið) með innlendum leiðsögumanni. Einnig er þó nokkuð af klettaristum San Bushmanna í kringum Twyfelfontein búðirnar sjálfar, og er umhverfið á heimsminjaskrá UNESCO vegna þeirra.

Eftir hádegisverð sem snæddur er í búðunum, heimsækjum við Damara ættbálkinn í lifandi safni þeirra. Vingjarnlegir Damarar taka á móti hópnum og kynna þau fyrir líferni ættbálksins á lifandi og spennandi hátt. Þessi ferð vekur ætíð lukku enda Damarafólkið einstaklega gestrisið og hefur yndi af að kynna sögu sína með sögum, dans og söng.

Seinni part dags er farið í leit að hinum magnaða eyðimerkurfíl. Eyðimerkurfílarnir eru bara til á tveim stöðum í heiminum, Malí og Namibíu. Þeir hafa aðlagað sig að þessu harða umhverfi gegnum árin, eru ívið minni en afríkufíllinn með stærri fætur og geta gengið langar leiðir daglega í leit að vatni. Öll villt dýr í Damaralandi lifa frjáls í sínu náttúrulega umhverfi. Á leið til baka í búðirnar er stoppað á skemmtilegum stað til að njóta sólsetursdrykkjar.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Damara safnið & leit að eyðimerkurfílnum

Dagur 13 - Etosha Suður

Eftir morgunverð er haldið að hliði Etosha þjóðgarðs.

Etosha þjóðgarður er 5 stærsti þjóðgarður Afríku og hér vonumst við til að sjá gríðarlegt dýralíf. Við munum eyða samtals 4 nóttum á svæðinu, fyrir hámarks safari upplifun.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
330km | sirka 4.5 klst akstur

Dagur 14 - Etosha Suður

Við sólarupprás verður haldið inn í Etosha þjóðgarð í leit að dýralífinu. Etosha er einn stærsti þjóðgarður í Afríku og þekktur fyrir sitt fjölbreytta dýralíf. Eitt aðal sérkenni hans er risastór saltpanna sem er svo afgerandi í landslaginu að hún sést skýrt utan úr geimnum. Þjóðgarðurinn sjálfur er á stærð við Holland með einstakt og fjölbreytt dýra- og fuglalíf, þar eru t.d. sumir stærstu fílar álfunnar.  Þar eru einnig svartir og hvítir nashyrningar, ljón, hlébarðar, gíraffar, sebrahestar, ótölulegur fjöldi antilópa, fjölmargar  fuglategundir og svo mætti lengi telja.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Hálfs dags safari

Dagur 15 - Etosha Austur

Ekið verður til Etosha Austur þar sem gist verður í tvær nætur. Hádegisverður snæddur áleiðis í búðirnar.

Við munum eyða deginum í að aka í gegnum Etosha þjóðgarðinn og upplifa hið fjölbreytta dýralíf.

 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
153km | heill dagur í safari
Heils dags safari á eigin bíl

Dagur 16 - Etosha Austur

Í dag er í boði að fara í skipulagða morgun safariferð um Etosha

Reynslumiklir leiðsögumenn fara með okkur í leit að hinu mikla dýralífi sem finnst í þjóðgarðinum. Algengast er að sjá gíraffa, sebra, mikinn fjölda antilópa, ljón og fjölda annarra dýrategunda og fugla.

Hádegisverður snæddur í búðunum að ferð lokinni.

Kvöldverður er snæddur í búðunum.

 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Hálfs dags safari

Dagur 17 - Otjiwa

Ekið verður til Otjiwa sem eru staðsettar á náttúruverndarsvæði. Staðsetning búðanna er á milli Etosha og Windhoek, og er hinn fullkomni staður til að byrja eða enda ævintýri Namibíu.

Otjiwa býður upp á öll nútímagæði og framúrskarandi þjónustu. Það sem er sérstakt við Otjiwa, er fjöldi nashyrninga á svæðinu og því kjörið að skella sér í ferð í leit að hinum ýmsu dýrum, þá sérstaklega nashyrningum. Otjiwa býður upp á að njóta kvöldverðar utandyra, ásamt því að vera með hressandi laug til að skella sér í, yfir mesta hita dagsins.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
320km | sirka 4 klst akstur

Dagur 18 - Otjiwa

Við höfum fyrripart dags til að njóta Otjiwaog hvíla okkur fyrir langt flug heim daginn eftir.

Seinnipartinn förum við í aðra skipulagða safariferð, sem einblínir á nashyrninga. Þetta er einstök upplifun þarsem safari ferðin er fótgangandi! Það er ógleymanleg upplifun að rölta um jarðir Otjiwa í leit að nashyrningum.

Hádegisverður og kvöldverður snæddur í búðunum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Hálfs dags safaríferð og sólsetursdrykkur

Dagur 19 - Brottför

Morgunverður snæddur í rólegheitum. Lagt af stað til Windhoek fyrir flug til Íslands kl. 19:50.

 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H
260 km | Sirka 3,5 klst akstur

Dagur 20 - Heimkoma

Lent á Íslandi eftir ævintýralega 20 daga ferð, klukkan 14:10 þann 28 febrúar.

Hafðu Samband