4 Landa Ferð

Suður Afríka, Botsvana, Namibía og Simbabve. Upplifðu töfra Höfðaborgar, einstaklega fjölskrúðugt dýralíf Botsvana og Namibíu og, síðast en ekki síst, skynjaðu orku Viktoríufossa í Simbabve

Dagur 1 – Brottför

Dagur 2 – Komið til Suður-Afríku

Dagur 3 – Höfðaskagi, Suður Afríka

Dagur 4 – Vínekrur Suður-Afríka

Dagur 5 – Frjáls dagur í Höfðaborg

Dagur 6 – Flogið til Botsvana

Dagur 7 – Moremi, Botsvana

Dagur 8 – Útsýnisflug yfir Okavango Delta

Dagur 9 – Divava, Namibía

Dagur 10 – Divava, Namibía

Dagur 11 – Namushasha, Namibía

Dagur 12 – Chobe í Botsvana

Dagur 13 – Chobe í Botsvana

Dagur 14 – Viktoríufossar, Simbabve

Dagur 15 – Viktoríufossar

Dagur 16 – Viktoríufossar

Dagur 17 – Brottför

Dagur 18 – Heimkoma

Dagur 1 - Brottför

Flogið frá Keflavík til Höfðaborgar (Cape Town) í Suður-Afríku með tengiflugi frá Heathrow-flugvelli í London.

Brottför frá KEF er kl. 11:30 og komið til Höfðaborgar kl. 08:00 daginn eftir.

Dagur 2 - Komið til Suður-Afríku

Lent snemma morguns í Höfðaborg, þar sem fararstjóri tekur á móti hópnum ásamt bílstjóra sem verður með okkur í Suður-Afríku. Við komu verður farið beint á “Waterfront”, í hafnarhverfið fræga, og hádegisverður snæddur. Eftir málsverðinn gefst tími til að innrita sig á hótelið og slaka á fyrir ferð á Borðfjall (Table Mountain).

Við hittumst seinni partinn til að fara á Borðfjall, frægt stapafjall sem gnæfir yfir Höfðaborg. Við förum með kláfi á tindinn, þar sem tími gefst til að njóta magnaðs útsýnis yfir borgina. Við njótum sólsetursdrykkjar og snarls á fjallinu.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
H, K
25 km | u.þ.b. 45 min. akstur frá flugvelli
Borðfjall (Table Mountain)

Dagur 3 - Höfðaskagi (Cape Peninsula)

Eftir morgunverð er farið á Höfðaskaga (Cape Peninsula). Ekið er meðfram fallegum strandbæjum – Camps Bay, Clifton, Hout Bay og Chapmans. Allir þessir bæir eru þekktir fyrir einstakar strendur.

Við höfum viðkomu á einum besta útsýnisstað Suður-Afríku, Cape Point, þar sem við njótum þess að skoða stórbrotna náttúruna.

Um hádegi förum við til Simonstown til að fara á Boulders-strönd, sem er einkar falleg, ein af vinsælustu ströndum Höfðaborgar og eini staðurinn í heiminum þar sem hægt er að komast nálægt afrískum mörgæsum.

Boðið verður upp á hádegisverð á leiðinni.

Þriggja rétta kvöldverður með menningarlegu ívafi verður að lokum snæddur í Höfðaborg.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Allur dagurinn í skipulagðri ferð
Höfðaskagi

Dagur 4 - Vínekrur Suður-Afríku

Eftir morgunverð verður haldið í heilsdagsferð frá Höfðaborg til nokkurra af fjölmörgum vínekrum Suður-Afríku.

Við rætur Boland-fjalla liggur vínekruhéraðið Cape Winelands, sem er víðfrægt fyrir nokkur af bestu vínum heims. Við heimsækjum bæinn Stellenbosch, sem er þekktur háskólabær, umvafinn fjöllum og vínekrum.

Næst upplifum við þrjár vínekrur með öllum skilningarvitunum, með vínsmökkun og fræðslu. Nöfn vínekranna verða staðfest á staðnum.

Boðið er upp á hádegisverð á leiðinni.

Kvöldverður í Höfðaborg.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Heill dagur
Vínekrur Suður-Afríku

Dagur 5 - Frjáls dagur í Höfðaborg

Í dag er frjáls tími í Höfðaborg og fjölmargt er í boði á þeim magnaða stað.

M.a. er hægt að bóka sig í ferð til Robben Island þar sem Nelson Mandela var haldið í 18 ár af 27 ára fangelsistíma hans, klífa fjallið Lion‘s Head eða jafnvel fara í golf. Fararstjóri verður til staðar til að aðstoða við bókanir.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M

Dagur 6 - Flogið til Botsvana

Flogið er frá Höfðaborg til bæjarins Maun í Botsvana klukkan 10:35. Við lendum kl. 13:10 í Maun. Þegar við komum þangað hittum við bílstjóra sem ekur okkur inn í hjarta landsvæðis sem nefnist Okavango Delta, eða óshólma Okavangofljóts. Nú taka við tvær ævintýralegar nætur í einstökum tjaldbúðum, sem voru settar upp sérstaklega inni í þjóðgarðinum til að gera okkur kleift að njóta feikilega fjölskrúðugs dýralífs á svæðinu.

Safarítjaldbúðir.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
U.þ.b. 3 klst akstur frá flugvelli til tjaldbúða
Safaríferð á leiðinni í búðirnar

Dagur 7 - Moremi

Í dag njótum við dýralífsins í Moremi-þjóðgarðinum, í Okavango Delta, beint frá tjaldbúðunum.

Í boði verða tvær hálfs dags safaríferðir inni í þjóðgarðinum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Heill dagur í safarí

Dagur 8 - Flogið að landamærum Namibíu

Frá þjóðgarðinum ökum við að næsta flugvelli og förum þar í einkaflugvél sem fer með okkur að landamærum Namibíu. Flugið býður upp á magnað útsýni yfir víðfrægt  votlendi Okavango Delta.

Þegar við lendum á flugvelli þorpsins Shakawe verðum við sótt og ekið verður með okkur í 30-60 mínútur yfir landamærin til Divava-búðanna. Þá tekur við ævintýraferð í Namibíu, um víðkunna landræmu sem nefnist Caprivi. Hún er 450 km löng frá vestri til austurs og 32 km breið frá suðri til norðurs. Caprivi liggur að Angóla, Botsvana og Sambíu og er einungis einum km vestan við Simbabve. Þar er fjölskrúðugt dýralíf, á meðal tegundanna má nefna afríska villihundinn (African Wild Dog), sem er í útrýmingarhættu, svo og fjöldann allan af fílum sem fara um Caprivi á árstíðabundnum ferðum sínum á milli Botsvana, Namibíu, Angóla, Sambíu eða Simbabve.

Þegar við komum í búðirnar gefst tími til slökunar á einum af þeim gististöðum sem við hjá Obeo Afríku höldum mest upp á. Hægt er að slaka á við sundlaugina, skreppa í nudd eða hvað sem hentar hverjum og einum til að njóta lífsins á þessum fallega stað. Gististaðurinn er svo sérstakur að við gerum ráð fyrir gistingu þar í þrjár nætur. M.a. er tilvalið til að nýta þvottaþjónustu sem búðirnar bjóða upp á gegn smávægilegu gjaldi.

Hádegisverður og kvöldverður snæddur í búðunum

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
1 klst einkaflug + u.þ.b. 30-60 mín. akstur
Útsýnisflug

Dagur 9 - Divava

Um morguninn heimsækjum við lítið þorp í nágrenninu. Íbúar Kavango taka á móti okkur í þorpinu sínu og sýna okkur hvernig þeir rækta nytjaplöntur, töfra fram mat og drykk og margt fleira. Við fræðumst um menningu þeirra og fáum að sjá hefðbundna dansa.

Eftir hádegi förum við í bátsferð um Okavangofljót. Hér er hægt að skoða krókódíla, flóðhesta og fjölskrúðugt fuglalíf. Rétt fyrir sólarlag siglum við að Popafossum (Popa Falls) og boðið verður upp á drykki og snarl við sólsetur á þessum fagra stað.

Hádegisverður og kvöldverður snæddur í búðunum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Heimsókn í Kavango-þorp og bátsferð á Okavango

Dagur 10 - Divava

Núna gefst heill dagur til hvíldar. Tilvalið er að njóta útsýnisins, sundlaugarinnar, sólsetursdrykkjar og einhenda sér í að slaka á.

Hádegisverður og kvöldverður í búðunum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K

Dagur 11 - Namushasha

Eftir morgunverð er ferðinni haldið áfram um Caprivi. Næsti áfangastaður er Zambezi-svæðið.

Zambezi-áin rennur í gegnum Caprivi og næsti gististaður okkar er við Bwabwata-þjóðgarðinn.

Eftir að okkur ber þar að garði komum við okkur fyrir, njótum góðs matar og eftir hádegi förum við í skipulagða safaríferð inn í Bwabwata-þjóðgarðinn.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
225 km | u.þ.b. 3 klst akstur
Safarí í Bwabwata

Dagur 12 - Chobe í Botsvana

Eftir morgunverð er ferðinni heitið aftur inn í Botsvana þar sem við njótum náttúrufegurðar Chobe-þjóðgarðsins.

Þegar við komum í búðirnar er í boði að fara í skipulagða ferð inn í Chobe-þjóðgarðinn í leit að áhugaverðum dýrum (innifalið). Í þetta skipti förum við í siglingu. Það er skemmtileg tilbreyting að fara í slíka safaríferð á vatninu, býður upp gerólíka  sýn á dýralífið og er sérstaklega gaman að fylgjast með fílunum sem leika sér og baða sig í vatninu.

Kvöldverður snæddur í búðunum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
255 km | u.þ.b. 3,5 klst. akstur
1 safaríferð í Chobe

Dagur 13 - Chobe í Botsvana

Fyrir og eftir hádegi gefst kostur á að fara í tvær skipulagðar ferðir inn í Chobe til að skoða dýralífið í þessum einstaka þjóðgarði. Hann er rómaður fyrir að bjóða upp á einhverjar áhugaverðustu safaríferðir sem völ er á í heiminum. Yfir 75 dýrategundir eru á svæðinu og algengt er að finna gíraffa, afríska buffla, hlébarða, blettatígra og antílópur sem nefnast Bushbucks, ásamt ótölulegum fjölda annarra dýra- og fuglategunda.

Miklar líkur eru á að sjá heilu fílahjarðirnar.

Kvöldverður snæddur í búðunum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
2 safaríferðir í Chobe

Dagur 14 - Viktoríufossar, Simbabve

Eftir morgunverð höldum við yfir landamærin til Simbabve. Næsti áfangastaður eru Viktoríufossarnir mikilfenglegu. Misjafnt er hversu vel gengur að komast yfir landamærin og því getum við ekki sagt nákvæmlega hversu langan tíma tekur að komast að Viktoríufossum. Aksturinn sjálfur er ekki nema um 1-2 tímar.

ATH: Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til að komast til Simbabve og við sjáum um það á landamærunum en kostnaður er ekki innifalinn. Gera má ráð fyrir að áritunin kosti um það bil 55 Bandaríkjadali á mann.

Eftir komu í hótelið verður hádegisverður snæddur þar og að honum loknum er dagurinn frjáls. Ef tími gefst til verður hægt að velja um fjölda afþreyingarkosta sem hægt er að bóka á hótelinu. Fararstjórinn spásserar að öllum líkindum yfir brúna til Sambíu þennan dag til að upplifa fossana þeim megin frá. Allir sem vilja geta komið með og þar með bætt við fimmta landinu í ferðina! (Ekki innifalið, hver og einn ferðalangur velur hvort hann vill bæta við kostnaði við akstur og aðgang að þjóðgarðinum)

Eitt af því skemmtilega við þennan dag er að fá sér morgunverð í Botsvana, hádegisverð í Simbabve og spássera svo til Sambíu: þrjú lönd á einum degi.

Frá hótelinu er útsýni yfir vatnsból og einnig er góð sundlaug við gistihúsið.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
84 km | u.þ.b. 2 klst. akstur
Valfrjálst: skemmtiganga til Sambíu

Dagur 15 - Viktoríufossar

Eftir morgunverð er farið í skipulagða ferð um Viktoríufossa. Að loknum hádegisverði í búðunum er frjáls tími og hægt er að velja um fjölda afþreyingarkosta á svæðinu eða bara slaka á og njóta sundlaugarinnar.

Kvöldverður er á veitingastaðnum Boma sem er með fjörugu ívafi, býður upp á trommudansa og fleira.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Viktoríufossar

Dagur 16 - Viktoríufossar

Þetta er frjáls dagur til að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Hægt er að bóka fjöldann allan af ferðum, til dæmis þyrluflug yfir fossana, flúðasiglingu, zipplínuævintýri, teygjustökk, fílasafarí og margt fleira.

Um kvöldið höldum við í sólseturssiglingu á ánni Zambezi, fyrir ofan fossana.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K

Dagur 17 - Brottför

Eftir morgunverð er ekið að flugvellinum og þaðan verður lagt af stað heim til Íslands um hádegisbilið.

Flogið er með viðkomu í Jóhannesarborg og tengiflugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum.

Dagur 18 - Heimkoma

Áætlaður komutími heim til Íslands er um hádegisleytið.

Hafðu Samband