Gljúfraganga og Safari

Í þessu magnaða ævintýri verður ferðast í einkaflugvél um suðurhluta Namibíu til að ganga næst stærsta gljúfur heims, Fish River Canyon. Heimsókn til hins dulúðuga draugabæs Kolmanskop, ganga hæstu sandöldur heims, upplifa strandarbæinn Swakopmund og enda ferðina í meiriháttar safari ævintýri í Erindi verndarsvæðinu.
Þessi ferð er sérsniðin þeim sem hafa brennandi áhuga á göngu, ævintýrum og dýralífi. 

Dagur 1 – Brottför frá Íslandi

Dagur 2 – Koma til Namibíu, flogið áfram suður til Fish River Canyon

Dagur 3 – Gangan um Fish River Canyon hefst

Dagur 4 – Ganga Fish River Canyon

Dagur 5 – Göngunni lýkur um hádegi – flogið til Luderitz með einkavél

Dagur 6 – Hinn yfirgefni demantabær Kolmanskop heimsóttur, flogið til Sossusvlei með einkavél

Dagur 7 – Sossusvlei & Deadvlei

Dagur 8 – Keyrt til Swakopmund

Dagur 9 – Frjáls dagur í Swakopmund, fjöldi ævintýra til að velja úr

Dagur 10 – Spitzkoppe heimsótt, áleiðis til Erindi verndarsvæðisins

Dagur 11 – 2 x safari keyrslur um Erindi

Dagur 12 – Safari um morguninn, keyrt til Windhoek fyrir kvöldflug heim

Dagur 13 – Heimkoma

 

 

 

Dagur 1 - Brottför

Flogið frá Keflavík til Windhoek. Flogið í gegnum Frankfurt. Flugtími er 15 klst og 45 mínútur samtals.

Dagur 2 - Komið til Namibíu, Fish River Canyon

Lent snemma morguns í Windhoek, Namibíu. Keyrt til innanlandsflugvallar í Windhoek þar sem tækifæri gefst að endurskipuleggja farangur sinn. Aðal farangur verður settur í geymslu og gestir ferðast með minni tösku fyrstu 5 daga ferðalagsins.

Hér hittir hópurinn flugmanninn og haldið verður suður með einkaflugvél. Flogið til Fish River Canyon þar sem notið verður kvöldsins á hinu frábæra Fish River Lodge, staðsett á kantinum á gljúfrinu. Innlendur leiðsögumaður mun kynna sig fyrir hópnum og undirbúa gönguna.

Fish River Canyon er stórkostlegt grýtt undraland í suðurhluta Namibíu, stærsta gljúfur Afríku og næst stærsta gljúfur heims. Heitt, þurrt og grýtt, Fish River Canyon mælist heilir 160 kílómetrar á lengd, 27 kílómetrar á breidd og 550 metrar á dýpt. Ógnvekjandi náttúrufegurð þessa forna jarðfræðilega undurs dregur gesti að frá öllum heimshornum. Fyrir þá sem eru að leita að ævintýri, þá er gönguleið Fish River í gegnum 1,5 milljarða ára jarðfræðisögu ógleymanleg upplifun 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
H, K
Flugtími frá Windhoek til Fish River Canyon 2 klst

Dagur 3 - Gangan hefst

Eftir góðan morgunverð hefjum við leið okkar niður í gljúfrið. – Gangan mun fela í sér fyrsta áfangann í átt að botni gljúfursins, til að komast að hinu fræga klettavatni. Hér geta gestir slakað á og fengið sér hressandi sundsprett í hinni náttúrulegu klettasundlaug ef þeir vilja. Boðið verður upp á nesti – Eftir hádegishléið halda gestir áfram í átt að Camp 1 (Eternity).

Við komu á Camp 1 verður tekið á móti gestum með hressandi móttökudrykk. Hægt er að sitja í búðunum og njóta útsýnis yfir gljúfrið eftir erfiða göngu dagsins. Í boði verður heit sturta og leiðsögumaður mun undirbúa hópinn fyrir göngu næsta dags. Kokkur mun útbúa 3 rétta kvöldverð sem notið verður undir hinum stórkostlega afríska stjörnuhimni. 

Búið verður að undirbúa tjaldbúðirnar með uppábúnnum rúmum inn í tjöldunum. Ath. að einungis er hægt að bjóða upp á tveggja manna tjöld og þar af leiðandi ef einhver ferðast einn þarf hann/hún að deila tjaldi með ferðafélaga.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Gengið sirka 17 km
Skipulögð ganga

Dagur 4 - Ganga Fish River Canyon

Eftir góðan morgunverð hefjum við leið okkar niður í gljúfrið á ný.

Við munum klifra niður í gljúfrið, ganga meðfram þurrum árbökkunum þar til við finnum afmarkað skyggt svæði þar sem við getum notið nestisins. Eftir hádegishlé höldum við áfram í átt að Camp 2 (Edge) þar sem gist verður síðustu nóttina við Fish River Canyon. 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Gengið sirka 18 km
Skipulögð ganga

Dagur 5 - Lok göngu, flogið til Luderitz

Eftir góðan morgunverð er haldið í loka göngu Fish River Canyon. Þá er farið aftur niður í gilið, nýja leið, sem endar á Fish River Lodge með hádegisverði.

Eftir hádegisverð er hópnum skutlað í einkaflugvélina sem flýgur okkur til Luderitz, eitt af tveimur hafnarbæjum Namibíu. Við komu til Luderitz er restin af deginum frjáls til að rölta um bæinn. Kvöldverður er á gistiheimilinu.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Gengið sirka 10 km
Skipulögð ganga

Dagur 6 - Kolmanskop og flogið til Sossusvlei

Eftir morgunverð er farið í skipulagða ferð til hins fræga  draugabæsins, Kolmanskop.

Eftir að hafa orðið einn ríkasti bær Afríku á demanta tímum árið 1910, sannkölluð “utopía”,  var Kolmanskop stuttlífur og yfirgefinn að mestu um miðja síðustu öld. Saga Kolmanskop hefur heillað marga, bærinn sem breyttist frá sannkallaðri “utópíu”, í miðri eyðimörk til að verða yfirgefinn draugabær niðurgrafinn í sand eftir 1956.

Árið 1980 á tímum efnahagslegrar uppsveiflu í Luderits, uppgötvuðust ferðamöguleikar draugabæsins, og var hann gerður aðgengilegur ferðafólki. Í dag er boðið upp á áhugaverða og mjög fræðandi leiðsögn á ensku og við munum upplifa þennan stór merkilega bæ. 

Eftir heimsókn okkar förum við aftur í flugvélina okkar og fljúgum meðfram strönd Namibíu þar sem við munum meðal annars fljúga yfir skipsflök sem eru á hinni frægu Höfuðkúpuströnd, hið magnaða Sossusvlei og upplifa ótrúlegt útsýni yfir elstu eyðimörk í heimi á leið okkar til næsta áfangastaðar. Sossusvlei svæðið er staðsett í Namib Naukluft Park, stærsta þjóðgarðar Namibíu og talið elsta landsvæði heims. Þar eru sumar af stærstu sandöldum heims, allt að 320 metra háar. Hér er Dune 45, eitt aðal myndefni heims. Við hlið Sossusvlei er þurr leirpanna “Deadvlei”.  Þar finnast hin frægu Kamelthorn tré sem eru um 900 ára gömul, þau lifðu í um 300 ár en eru orðin dauð í dag. Þaðan er nafnið “Deadvlei” dregið.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Flugtími frá Luderitz til Swakopmund er 1 klst og 15 mínútur
Skipluögð ferð til Kolmanskop

Dagur 7 - Sossusvlei & Deadvlei

Lagt af stað snemma í skoðunarferð. Morgunverður snæddur snemma í búðunum áður en lagt verður af stað. Ekið verður  inn í Sossusvlei þjóðgarðinn og sandöldurnar og svæðið skoðað. Þarna er Deadvlei hápunkturinn.
Hér er kjörið tækifæri fyrir góðar gönguferðir, t.d. hægt að klífa eina af hæstu sandöldum heims fyrir þá sem vilja. Göngur verða hafðar við hæfi hvers og eins og mögulega verður hópnum skipt upp.

Eftir ferðina í Deadvlei verður kíkt í Sesriem gljúfrið og haldið svo til baka í búðirnar fyrir seinbúinn hádegisverð.

Kvöldverður verður snæddur í búðunum þar sem hægt er að sitja úti í eyðimerkurkyrrðinni og njóta fegurðarinnar og hins magnaða eyðimerkur sólseturs.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Hálfs dags skipulögð ferð í Sossusvlei

Dagur 8 - Keyrt til Swakopmund

Eftir morgunverð er keyrt til Swakopmund. Hádegisverður er snæddur í hinum heillandi smábæ Solitaire þar sem er safn fjölda bílflaka, flestir sem gáfust upp í miðri eyðimörkinni og voru skildir eftir.

Soltaire er eiginlega bara bensínstöð, smábúð og kaffihús sem er þekkt fyrir sína frábæru eplaköku, sem margir meina að er besta eplakaka Namibíu. Nafnið Solitaire er dregið af orðinu Solitude (einsemd) sem er mjög lýsandi orð fyrir þennan litla eyðimerkur smábæ hundruðir kílómetra frá næsta bæ.

Restin af deginum frjáls við komu í Swakopmund.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H
365 km | sirka 5 klst akstur

Dagur 9 - Swakopmund

Swakopmund er svo sérstakur bær að það er erfitt að lýsa honum í fáum setningum.  Swakopmund er staðsettur við ströndina, þar sem Atlantshafið og Namib eyðimörkin mætast og er frægur fyrir þýskt yfirbragð í byggingum og götulífi.

Úrval af ævintýralegum afþreyingum er mikið í Swakopmund. Fyrir þá ævintýragjörnu er hægt að fara í fallhlífastökk yfir elstu eyðimörk í heimi, aka fjórhjóli í eyðimörkinni, renna sér á sandbretti niður sandöldurnar svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að fara í heimsókn til innfæddra og kynnast mat þeirra og menningu, ævintýraferð inn í eyðimörkina þar sem farið er yfir smádýr eyðimerkurinnar og skoðunarferð til Sandwich Harbor, eini staðurinn í heiminum þar sem sandöldurnar mæta Atlantshafinu. Svo er bara að njóta Swakopmund, sem er þekkt fyrir þýska byggingarlist, góðan mat, vín og bjór.

Kvöldið er frjálst fyrir gesti að rölta um bæinn og velja sér kvöldverð á einum af hinum fjölmörgu veitingastöðum Swakopmund.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M

Dagur 10 - Spitzkoppe og Erindi

Eftir morgunverð er haldið til Spitzkoppe (pointed dome). Hér munum við njóta hádegisverðarpakka og ganga um svæðið að skoða.

Spitzkoppe er eitt ljósmyndaðasta fjalllendi Namibíu. Spitzkoppe samanstendur af tveimur aðskildum granít fjöllum: stóru Spitzkoppe sem er 1728 metra á hæð og litlu Spitzkoppe sem er 1584 á hæð. Sérstakur klettabogi er einnig þekkt myndefni og merkileg sjón – við munum heimsækja þennan klettaboga.

Við komu til Erindi er restin af deginum frjáls í búðunum. Búðirnar bjóða upp á stærðarinnar vatnsból þar sem hægt verður að njóta þess að fylgjast með dýralífinu á öllum tímum dags. Á þessum tíma árs er þurrkatíminn í Namibíu og yfirleitt er hægt að sjá fjölda dýrategunda við vatnsbólið.

Erindi er verndað friðland og þýðir “staður vatns”. Erindi er sjálfbært náttúruundur, með yfir 70.000 hektara af landi og státar af mikilli náttúruvernd, sjálfbærni og stuðningi til samfélagsins.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
355 km | sirka 5 klst akstur
Heimsókn til Spitzkoppe

Dagur 11 - Erindi

Í dag er í boði að fara í tvær skipulagðar safari ferðir um þjóðgarðinn, báðar ferðirnar eru innifaldar.

Reynslumiklir leiðsögumenn keyra með okkur um þjóðgarðinn í leit að hinu miklu dýralífi sem finnst þar. Algengast er að sjá gíraffa, zebra, mikinn fjölda antilópa, ljón og villihunda – sem er ekki algeng sjón í Namibíu. Fyrri ferðin er farin við sólarupprás eftir snemmbúin morgunverð, svo er haldið aftur í búðirnar til að njóta hádegisverðar og smá hvíldar við sundlaugina áður en haldið er í sólseturs keyrslu í þjóðgarðinum.

Kvöldverður í búðunum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
2 x skipulagðar safari ferðir

Dagur 12 - Brottför

Snemma morguns er í boði að fara í eina loka safari ferð fyrir þá sem vilja, áður en notið er hádegisverðar á búðunum.

Eftir hádegi er keyrt til Windhoek fyrir flug heim. Flogið er með Lufthansa í gegnum Frankfurt til Keflavíkur. Flugtími er 19 klst og 50 mínútur

Erindi
Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H
225 km | sirka 3,5 klst akstur

Dagur 13 - Heimkoma

Koma til Íslands um hádegi

Hafðu Samband