Madagascar

Ferðalag til Madagaskar þýðir að ferðast til öðruvísi áfangastaðar, spennandi, frumlegan, magnaðan og ósnortinn að miklu leyti. Þar býr hinn frægi lemúr sem aðeins finnst í Madagaskar og á nærliggjandi eyjum

Þetta einstaka land og íbúar þess taka á móti ferðamönnum opnum örmum og með forvitni þess sem ekki er svo vanur ferðamannastraumi.

Madagaskar er fjórða stærsta eyja í heimi með mikla sögu og menningu, fjölbreytt og litskrúðugt mannlíf, dýralíf og náttúru og er paradís fyrir ljósmyndara sem og aðra ferðamenn.

Madagaskar er stórfengleg, litskrúðug og fjölbreytt og við erum stolt af að geta boðið þér að upplifa hana.

Ath. að það er bæði mikill akstur í ferðinni og göngur sem mun reyna á líkamann svo það er mikilvægt að vera í hæfilega góðu formi

 

Dagur 1 - Brottför

Brottför frá KEF klukkan 10:50. Flogið er með Icelandair og Turkish Airlines í gegnum Amsterdam og Istanbul.

Dagur 2 - Koma til Madagascar

Koma til Madagascar klukkan 14:50 þann 01 September

Innlendur leiðsögumaður mun hitta hópinn.

Keyrt til okkar fyrsta gististaðar stuttan spöl frá flugvellinum. Frábært hótel til að njóta og slappa af eftir langt flug.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
K
Innan hálftíma akstur til hótels

Dagur 3 - Morondava - Kirindy

Um morguninn höldum við til baka á flugvöllinn og tökum rúmlega 1 klst flug til Morondava.

Flogið til Morondava þar sem Sakalava ættbálkurinn er ráðandi.

Við keyrum út úr Morondava í átt að hinni frægu „Allée des Baobabs“ á leiðinni til Kirindy. Við eyðum tíma okkar þar og fáum nokkrar fallegar myndir af stórkostlegu landslagi.

Við keyrum nokkra kílómetra áður en við komum að Kirindy friðlandinu. Þessi þurri skógur hefur flestar tegundir lemúra á eyjunni, og við munum reyna að verða vitni að því sjálf og vonandi sjá nokkrar tegundir lemúra. Við munum ganga í Kirindy áður en við höldum á hótelið og svo um kvöldið heimsækja Kirindy aftur fyrir næturgöngu.

Hádegisverður  verður snæddur áleiðis og kvöldmatur á hótelinu.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
1 klst flug og 50km til Kirindy, u.þ.b. 2,5 klst akstur
Baobab trén og Kirindy verndarsvæði

Dagur 4 - Kirindy-Morondova

Eftir morgunverð er stutt ferð til Marofandilia. Við heimsækjum friðlandið; þetta er einkafriðland með vistkerfi í einni mestri útrýmingarhættu. Friðlandið er þekkt fyrir risastóra hoppandi rottu, „Fosa“ (Hypogeomys antimena), einnig finnast þar nokkrar tegundir lemúra og fjölmargar tegundir skriðdýra sem eru landlægar. Óvenjulegur gróður er einnig að finna í Kirindy. Ekið til baka til Morondava um miðjan dag, stoppað á Baobab Avenue til að njóta fallegs sólseturs.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
63 km | u.þ.b. 2.5 klst
Marofandilia verndarsvæði

Dagur 5 - Morondava

Morgunverður á hótelinu og síðan haldið áfram til Zazamalala-stofnunarinnar. Þetta er óbyggð við hliðina á litlum þorpum og hrísgrjónaökrum. Heimili dýra eins og Microcebe bertaee (minnsti prímati heims), rauðhöfðalemúrsins (mungotictis decemlineata), risakamelljónsins og annarra tegunda sem eru landlægar á þessu svæði.

Eftirmiðdagurinn er frjáls til slökunar

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Zazamalala

Dagur 6 - Antsirabe

Við förum frá Morondava í Sakalava héraðinu og höldum til Antsirabe.

Landslagið mun breytast á þessum akstri, frá þurru landslagi Sakalava héraðsins til hrísgjrónasléttunnar í Menabe. Dagurinn mun einkennast af fallegu landslagi slétta og fjölmörg lítil þorp á leiðinni. Við munum njóta akstursins og gera mörg hlé áleiðis, fyrir myndatökur og hitta innfædda.

Hádegisverður áleiðis og kvöldverður á hótelinu

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
510 km | ca. 8-9 klst
Akstursdagur

Dagur 7 - Antsirabe til Ranomafana

Nú er ferð okkar heitið suður á við. Í bænum Ambositra munum við skoða fornminja verslanir Zafimaniry ættbálksins. Hér fáum við tækifæri til að versla okkur flotta minjagripi gerða úr viði. Við röltum um þorpið áður en ferðinni er heitið til Ranomafana.

Nú erum við komin í Betsileo hérað, og við höldum í átt hæstu punkta hásléttunnar á Madagaskar.  Nú erum við komin í regnskógana, og við komu á hótelið snæðum við kvöldverð.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
240 km | ca. 5 klst

Dagur 8 - Ranomafana þjóðgarðurinn

Eftir morgunverð keyrum við til Ranomafana þjóðgarðsins.

Ranomafana þjóðgarðurinn er eitt fallegasta skógi vaxna landsvæðið í Madagascar. Við munum skoða þetta svæði með innfæddum leiðsögumanni til að fá sem mest úr heimsókninni.

Þarna eru margar tegundir lemúra ásamt einstöku gróðurlífi sem inniheldur margar staðbundnar og sjaldgæfar plöntur ásamt lækninga- og nytjaplöntum.

Kvöldverður er snæddur á hótelinu eftir viðburðaríkan dag.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Allur dagurinn
Ranomafana heimsókn

Dagur 9 - Ranomafana - Ambalavao - Ranohira

Við yfirgefum hálendið.

Í Ambalavao heimsækjum við Antemoro pappírsverksmiðjuna. Ferlið við að búa til þennan pappír með berki mórberjatrésins Avoha (Bosqueia danguyana) var kynnt á Madagaskar á XV. öld af þeim fyrstu Arabísku innflytjendum við að endurrita Kóraninn. Það er enn gert með sömu ferlum í Ambalavao.

Í Anja friðlendinu vonumst við til að hitta nokkra lemúra.

Við höldum áfram til suðvesturs og förum inn í Bara-svæðið. Við förum yfir stærstu hásléttu Madagaskar með risastórum termítahreiðrum: það er IHorombe. Við komum til Ranohira sem er skammt frá Isalo fjallinu og þjóðgarðshliðinu

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
350 km | ca. 7 klst
Pappírsverksmiðjan og Anja friðlendi

Dagur 10 - Isalo þjóðgarðurinn

Eftir morgunverð er stuttur akstur til fjallsróta Isalo.

Við byrjum gönguna í rólegheitum, í gegnum stórfenglegt landslag skorið af djúpum gljúfrum, með náttúrulaugar, fjölbreyttan gróður og tilkomumikið bergrof.

Hægt er að taka útsýnisgöngu upp á tindana.

ATH: Göngur verða hafðar við hæfi hvers og eins og mögulega verður hópnum skipt upp – ath þó að það er lágmark 2 klst ganga í dag.

Við munum stoppa í Tapia skóginum til að borða hádegisverðarpakka.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
2-6 klst, eftir hvað hver og einn kýs
Isalo göngur

Dagur 11 - Ranohira - Zombitse - Ifaty

Eftir morgunmat höldum við suður þar til við komum að sjónum.

Við förum yfir Ilakaka safír smábæ þar sem meira en 100 000 manns hafa dregist að gimsteininum síðan 1998.

Við stoppum við Zombitse þjóðgarðinn í heimsókn.

Þrátt fyrir heitt og þurrt hitabeltisloftslags er Zombitse-garðurinn þakið mikilvægum gróðurmyndum. Þessi gróður er blanda þurrs laufskógar í vesturhluta Madagaskar og einkennandi þyrniskóga í suðurhluta. Svæðið samanstendur af óvenjulegum og mjög fjölbreyttum plöntum eins og Acacias, Aloe, Ficus, Pandanus og ýmsar tegundir af baobab, þar á meðal dverg baobab.

Mósambíksund sést langt í burtu áður en við komum inn í Tuléar. Við göngum um markaðinn og borðum hádegismat í bænum áður en við förum á ströndina við Ifaty

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
280 km | ca. 6 klst
Zombitse þjóðgarður

Dagur 12 - Reniala Verndarsvæði

Eftir morgunverð er haldið í heimsókn til Reniala verndarsvæðisins.

Reniala er einkarekið verndarsvæði nálægt sjávarsíðunni, í Baobab skóginum í suðvestur hluta Madagaskar. Verndarsvæðið er um 60 ferkm.

Þetta svæði býður upp á einstakt gróður- og dýralíf með meira en 1000 landlægum plöntutegundum sem aðlagast hafa hinu þurra loftslagi, fjölda staðbundinna fugla og skriðdýra, skjaldbökur, eðlur, snákar, svo fátt eitt sé upptalið.

Gengið tilbaka til hótelsins fyrir hádegisverð. Frjáls tími seinnipart dags.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M. H. K
Hálfs dags ferð
Reniala verndarsvæði

Dagur 13 - Ifaty - Antananarivo (Tana)

Dagurinn er frjáls til slökunar við ströndina.

Eftir hádegi er haldið til flugvallarins þar sem flogið er til Antananarivo klukkan 18:25 og lent klukkan 20:15.

Kvöldverður snæddur á hótelinu

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
1 klst flug og ca 1 klst akstur

Dagur 14 - Nosy Be

Eftir morgunverð er haldið á flugvöllinn fyrir flug okkar til Nosy Be

Flug til Nosy Be kl. 12:25-14:10

Ath : Möguleiki á breytingum vegna flugáætlunar.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Sirka 2 klst flug

Dagar 15 - 17 - Nosy Be

Nú er um að gera að njóta síðusta dagana. Hér fáum við 3 heila daga við himneskar strendur Nosy Be.

Innifalið í ferðalagi okkar er heimsókn til Hell-Ville sem er höfuðborg svæðisins, snorkel með skjaldbökum og margt fleira.

Hádegisverður og kvöldverður er innifalinn á hótelinu alla daga.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Skipulagðar heimsóknir og snorkel með skjaldbökum

Dagur 18 - Antananarivo (Tana)

Haldið til flugvallarins eftir góðan morgunverð og síðasta sundtúrinn í hinu magnaða blágræna vatni Nosy Be.

Flug til Antananarivo kl. 14:50 – 16:35

Haldið til hótelsins þar sem kvöldverður er snæddur.

Ath : Möguleiki á breytingum vegna flugáætlunar.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K

Dagur 19 - Tana, Ambohimanga Blue Hill

Eftir morgunverð er haldið í heimsókn til Ambohimanga the Blue Hill sem er helgur staður, skráður í heimsminjaskrá Unesco.

Þarna var vagga Merina konungsveldisins fyrir nýlendutímann. Við mundum skoða staðinn í fylgd innfædds leiðsögumanns sem mun segja okkur hina merku sögu Merina ættarveldisins.

Eftir heimsóknina er haldið á hótelið fyrir frjálsan tíma.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Tana, Ambohimanga Blue Hill

Dagur 20 - Brottför

Brottför frá Tana er klukkan 16:20. Flogið er með Turkish Airlines og Icelandair í gegnum Istanbul og Oslo.

Dagur 21 - Heimkoma

Koma til KEF er klukkan 14:45

Hafðu Samband