Tansanía - Safari & Sansibar
Ógleymanleg upplifun í hinum fjölbreyttu þjóðgörðum Tansaníu, slökun & ævintýri á Sansibareyju í Indlandshafi.
Upplifðu það besta sem er í boði í Tansaníu í einni ferð!
Dagur 1 – Brottför
Dagur 2 – Koma til Tansaníu
Dagur 3 – Flogið til Mwanza – Viktoríuvatn
Dagur 4 – Viktoríuvatn
Dagur 5 – Serengeti
Dagur 6 – Serengeti
Dagur 7 – Serengeti
Dagur 8 – Ngorongoro
Dagur 9 – Tarangire
Dagur 10 – Lake Manyara (Tarangire)
Dagur 11 – Sansibar
Dagur 12 – Sansibar
Dagur 13 – Sansibar
Dagur 14 – Sansibar
Dagur 15 – Sansibar
Dagur 16 – Brottför
Dagur 17 – Heimkoma
Dagur 2 - Komið til Tansaníu
Velkomin til Tansaníu!
Meira en 120 ættbálkar búa í Tansaníu, einn af þeim er Maasai, þekktur þjóðflokkur sem lifir einnig í Kenía. Innfæddir íbúar landsins eru mjög stoltir af því hvernig þessir mörgu ættbálkar, með ólíka siði og menningu, lifa í sátt, virðingu og friði og þeir telja það helstu ástæðu velfarnaðar Tansaníu.
Við komu til Dar es Salaam höldum við beint á hótelið í útjaðri borgarinnar til hvíldar eftir langt ferðalag.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
K
|
20 km | u.þ.b. 1 klst. akstur
|
|
Dagur 3 - Viktoríuvatn
Eftir morgunverð er flogið til Mwanza þar sem við hittum leiðsögumann og ökum til næstu tjaldbúða okkar sem eru við Viktoríuvatn, Little Okavango-búðir.
Aksturinn tekur u.þ.b. þrjár klst. í gegnum borgina Mwanza, sem er nefnd «Rock City» eða „Klettaborg” vegna risastórra bjarga sem umlykja hana.
Eftir að við komum í búðirnar njótum við góðs matar í hádeginu og seinni partinn verður hægt að fara í fuglaskoðun eða hjólreiðaferð. Búðirnar eru þekktar fyrir einstakt fuglalíf, sem kemur til vegna nálægðar við Viktoríuvatn, og er hægt að njóta þess frá útsýnisstöðum í sjálfum búðunum eða fara í fuglaskoðunargöngu með reyndum leiðsögumanni.
Búðirnar eru reistar á staurum á papírussefsvæði Viktoríuvatns. Ekki er óalgengt að vakna við flóðhesta þegar þeir skvampa við búðirnar eða fílahjörð sem stelst í uppskeru bændanna í kring.
Um kvöldið njótum við sólseturs við varðeld áður en við snæðum kvöldverð.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
160 km | u.þ.b. 3 klst. akstur
|
Fuglaskoðun
|
Dagur 4 - Viktoríuvatn
Við vöknum snemma og fáum okkur kaffi/te áður en haldið er til Speke Bay, staðar sem er nefndur eftir John Hanning Speke, fyrsta Evrópumanninum sem kom til Viktoríuvatns í leit að upptökum Nílar.
Við heimsækjum Mwaburugu, heillandi þorp við Viktoríuvatn, heimkynni Sukuma-ættbálksins. Við eyðum góðum tíma á ströndinni til að kynnast þeirri miklu veiðimenningu sem hefur þróast á þessum slóðum, skoðum trébáta heimamanna, sem eru listasmíði, og iðandi mannlífið þegar þorpsbúar og fólk annars staðar frá kemur til að kaupa ferskan fisk. Við röltum einnig um þorpið og kynnumst mannlífi og menningu þessa heillandi svæðis. Yfirleitt verður á vegi okkar krakkahópur sem finnst við mjög spennandi, börnin vilja oft halda í höndina á okkur og þannig getur myndast halarófa af krökkum sem leiðast og halda fast í höndina á okkur.
Eftir heimsóknina siglum við til baka áleiðis að búðunum. Á leiðinni heimsækjum við Little Okavango-turninn þar sem við snæðum snemmbúinn hádegisverð og njótum ótrúlegs útsýnis yfir vatnið frá turninum áður en haldið er til baka að búðunum.
Eftir komu í búðirnar gefst tími til að slaka á og í boði er gönguferð um svæðið með innlendum leiðsögumanni fyrir þá sem vilja.
Kvöldverður snæddur í búðunum.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
|
Hálfs dags ferð í fiskveiðiþorp með siglingu
|
Dagur 5 - Serengeti
Eftir morgunverð höldum við inn í Serengeti-þjóðgarðinn heimsfræga. Ekið verður í opnum safarítrukk þar sem við upplifum magnaða dýralífið sem þjóðgarðurinn er þekktur fyrir.
Serengeti er stórt svæði sem nær yfir norðanverða Tansaníu að landamærum Kenía og þar er eitt af elstu vistkerfum jarðar. Serengeti-þjóðgarðurinn er nær 15.000 ferkílómetra stór . Hann er einkum þekktur fyrir árstíðabundnar ferðir gríðarstórra hjarða grasbíta milli búsvæða, „great migration“ á ensku. Þessum ferðum hjarðanna miklu er lýst sem einu af sjö náttúruundrum Afríku og einu af tíu helstu ferðaundrum veraldar. Nafnið „Serengeti” er sagt vera dregið af orðinu „seringit” á Maasai-tungumálinu, sem þýðir „endalausar sléttur”.
Við nýtum daginn í safaríferð áður en við komum að búðum okkar og njótum lífsins með slökun síðdegis.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
Safarí
|
Safaríferð í opnum trukk
|
Dagur 6 - Serengeti
Við nýtum daginn í safaríferð áður en við komum að mögnuðum búðum sem nefnast „Bush Rovers Camp”. Þetta eru Land Rover-bílar sem hafa verið gerðir að gististað. Bílarnir eru færðir á milli svæða í Serengeti-þjóðgarðinum til að fylgja stórfenglegum ferðum hjarðanna miklu milli búsvæða. Hundruð þúsunda dýra, aðallega gnýja og sebradýra ásamt miklum fjölda antilópa, mynda risastórar hjarðir sem færast réttsælis milli Serengeti og Masai Mara-þjóðgarðsins í leit að betri bithögum. Þetta er sjón sem ekki er hægt að lýsa, hana verður að upplifa.
Hér er gist í hjarta þjóðgarðsins með dýralífið allt um kring, hér eru það dýrin sem ráða ferðinni og við manneskjurnar verðum að laga okkur að háttum þeirra.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
Safarí
|
Safaríferð í opnum trukk
|
Dagur 7 - Serengeti
Framundan er enn einn yndislegi dagurinn í Afríku. Eftir morgunverð er haldið af stað í opnum safarítrukk til að upplifa dýralífið í Serengeti.
Eftir að við komum aftur í Bush Rover Camp gefst tími til að slaka á, sitja á verönd bílsins og njóta umhverfisins og dýralífsins í kringum búðirnar. Ef við erum heppin sjáum við risastórar hjarðir gnýja á endalausum ferðahring sínum rétt hjá búðunum. Um kvöldið njótum við sólsetursdrykkjar í kringum varðeld fyrir kvöldverð eða eins og innfæddir kalla það: „Bush TV“.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
Safarí
|
Safaríferð í opnum trukk
|
Dagur 8 - Ngorongoro
Eftir morgunverð er komið að því að kveðja Serengeti-þjóðgarðinn og við færum okkur inn á Ngorongoro-verndarsvæðið.
Við ökum niður í sjálfan Ngorongoro-gíginn, sem er stærsta óvirka og ósnortna eldstöð heims, 300 ferkm svæði þar sem um 30.000 dýr eiga heima. Ngorongoro myndaðist fyrir um 2-3 milljónum ára þegar stórt eldfjall sprakk, féll saman og myndaði þennan gríðarstóra gíg.
Það er mikil upplifun í sjálfu sér að aka niður í gíginn og skoða dýralífið í honum. Það sem er einnig sérstakt við Ngorongoro er að Maasai-fólkið lifir þar í samfélagi við villta dýralífið og náttúruna. Fólkið hefur leyfi frá ríkisstjórninni til að búa á svæðinu, það er meðal annars þess vegna sem Ngorongoro er ekki þjóðgarður heldur kallast verndarsvæði.
Eftir þessa ævintýralegu safaríferð er haldið í búðirnar og kvöldverður snæddur. Hér verðum við í þrjár nætur til að fá góða slökun milli ævintýra.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
Safarí
|
Safaríferð í opnum trukk
|
Dagur 9 - frjáls tími
Eftir ævintýralega daga og mikinn akstur er deginum varið í kærkomna slökun. Við njótum góðra veitinga og sundlaugarinnar.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
|
|
Dagur 10 - Lake Manyara
Eftir morgunverð höldum við inn í Lake Manyara-þjóðgarðinn í hálfs dags safaríferð.
Mikið dýralíf er í Lake Manyara, til dæmis stórar fílahjarðir (garðurinn var stofnaður til að vernda þessar hjarðir), hlébarðar, bufflar og sebradýr, svo ekki sé minnst á fjölskrúðugt fuglalífið, yfir 400 fuglategundir finnast í garðinum, meðal annars flæmingjar. Það sem er einkum sérstakt við þennan þjóðgarð eru trjáklifrandi ljón, en slíkt er eingöngu hægt að upplifa á fáum stöðum í heiminum.
Eftir safaríferðina er farið í búðirnar og síðdegis gefst frjáls tími til að njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
M, H, K
|
Hálfs dags safarí
|
Safaríferð í opnum trukk
|
Dagur 16 - Brottför
Við njótum síðasta dagsins okkar á Sansibar, en brottför er ekki fyrr en klukkan 22:50 um kvöldið.
Við skráum okkur út af hótelinu um hádegisbil en hópurinn heldur einu herbergi til að geyma töskur og allir geta farið í sturtu þar fyrir brottför.
Flogið til Íslands með tengiflugi frá Doha og Amsterdam. Flugtími er 19.35 klst.
Gisting | Máltíðir | Akstur | Innifaldar ferðir |
---|---|---|---|
|
M
|
65 km | u.þ.b. 1,5 klst akstur
|
|