Uganda - Górillur, Simpansar & Safari

Einstök upplifun í Uganda þar sem hápunktur ferðarinnar er án efa hinar stórfenglegu górillur sem eru í útrýmingarhættu. Í þessari ævintýraferð ætlum við að kynnast því besta sem Uganda hefur upp á að bjóða. Górillur, simpansar, safari og miðbaugur. Það eru fjölbreyttar safariferðir innifaldar, þar á meðal eitt göngusafari – upplifun sem þú munt seint gleyma. Ógleymanlegt tækifæri að hitta górillur og simpansa á þeirra eigin svæði.

Dagur 1 – Brottför

Dagur 2 – Koma til Uganda

Dagur 3 – Entebbe – bátsferð

Dagur 4 – Murchison Falls – nashyrningar

Dagur 5 – Murchison Falls – safari & fossar

Dagur 6 – Kibale þjóðgarður

Dagur 7 – Kibale – simpansar

Dagur 8 – Queen Elizabeth þjóðgarður – ganga

Dagur 9 – Queen Elizabeth þjóðgarður – safari

Dagur 10 – Queen Elizabeth þjóðgarður – trjáklifrandi ljón

Dagur 11 – Bwindi þjóðgarður 

Dagur 12 – Bwindi þjóðgarður – górillur

Dagur 13 – Lake Mburo þjóðgarður – safari

Dagur 14 – Lake Mburo þjóðgarður – safari

Dagur 15 – Miðbaugur og brottför

Dagur 16 – Heimkoma

Dagur 1 - Brottför

Flogið frá Keflavíkurflugvelli. Íslenskur fararstjóri hittir hópinn á KEF og fylgir til Uganda.

Dagur 2 - Komið til Uganda

Velkomin til Uganda!

Við komu til Entebbe höldum við beint á hótelið í útjaðri borgarinnar til hvíldar eftir langt ferðalag.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M
7 km | sirka 15 min

Dagur 3 - Entebbe

Í dag heimsækjum við Mabamba votlendið og grasagarðinn. Mabamba Bay er 100 ferkílómetrar að stærð. Hér vonumst við til að sjá hinn einstaka fugl skónef, sem sést helst í Uganda, Rwanda, Suður-Súdan og Zambíu. Skónefur er stór fugl, um 120 cm á hæð. Fullorðnir fuglar eru frá 5,5 til 5,8 kg og hafa rúmlega 230 cm vænghaf. Goggurinn á skónefnum er afar mikilfenglegur, hann er um 20 cm á lengd og næstum því jafn breiður þar sem hann er mestur um sig. Skónefurinn er því sennilega með stærstan gogg allra núlifandi fugla. Í bátsferð okkar um svæðið getum við búist við að rekast á þennan merkilega fugl, ásamt fjölda annarra fuglategunda.

Eftir hádegi förum við í heimsókn í grasagarðinn í Entebbe.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, K
Bátsferð & heimsókn í grasagarðinn

Dagur 4 - Murchison Falls

Frá Entebbe keyrum við til Murchison Falls þjóðgarðsins með viðkomu í Ziwa Rhino Sanctuary, verndarsvæði fyrir nashyrninga.

Murchison Falls þjóðgarðurinn er einn merkasti og stærsti þjóðgarður Uganda.

Þar til fyrir um 35 árum síðan var Murchison Falls þjóðgarðurinn heimili hvítra og svartra nashyrninga, en vegna umfangsmikilla veiða hurfu þau frá svæðinu. Í markvissri stefnu Uganda til að vernda nashyrninga voru samtökin Rhino Fund Uganda stofnuð árið 1998. Vegna þessa starfs ná nashyrningar að lifa vernduðu lífi á svæðinu og íbúar Uganda fá mikla fræðslu um dýr í útrýmingahættu.

 

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
355 km | sirka 6,5 klst akstur
Ziwa verndarsvæði

Dagur 5 - Murchison Falls

Um morguninn förum við í safari, og getum átt von á að sjá ljón, gíraffa, buffaló, fíla ásamt fjölda fuglategunda, yfir 450 fuglategundir finnast í þjóðgarðinum.

Murchison-fossarnir gefa garðinum nafn sitt. Hér fellur lengsta á heims í gegnum 7 metra þrönga sprungu niður í laug 43 metrum neðar. Þar sameinast fossinn aftur rólegri hluta Níl. Hér er að finna flóðhesta og Nílarkrókódílinn.

Áin Níl fleytti kókóshnetum til þjóðgarðsins frá öðrum stöðum Afríku, svo svæðið er fullt af pálmatrjám. Þessi bakgrunnur, ásamt miklum fjölda dýra og fugla býður upp á einstakt ljósmyndatækifæri.

Eftir hádegi er svo haldið í bátsferð á Níl.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Safari & sigling á Níl

Dagur 6 - Kibale

Í dag keyrum við til Kibale þjóðgarðs.

80% af flatarmáli Kibale er þakið sígrænum laufskógum. Vegna mikils hlutfalls skógar búa þar rúmlega 1200 simpansar ásamt öðrum apategundum. Ef heppnin er með okkur gætum við rekist á Red Colobus apa sem og L’Hoest’s apa. Við munum upplifa Kibale þjóðgarðinn á morgun, en í dag er akstursdagur.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
360 km | sirka 7 klst akstur

Dagur 7 - Kibale

Um morguninn förum við í náttúrugöngu um Bigodi svæðið. Hér göngum við í gegnum beitilönd, lítil þörp, te-plantekrur og annað tilkomumikið landslag. Heimamenn eru einstaklega vingjarnlegir og munu veifa okkur ákaft. Í göngunni eru góðar líkur á að hitta mismunandi tegundir apa.

Eftir hádegi er síðan haldið í spennandi leit að simpönsum. Kibale þjóðgarður hýsir mesta fjölda prímata heims, þar á meðal hina friðsælu ættingja okkar, simpansa.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Náttúruganga & safari í leit að simpönsum

Dagur 8 - Queen Elizabeth þjóðgarður

Um morguninn förum við í gönguferð um Fort Portal svæðið.

Eftir hádegi kveðjum við Kibale og keyrum til Queen Elizabeth þjóðgarðs. Mikið dýralíf er að finna í Queen Elizabeth þjóðgarði, antilópur, vörtusvín, ljón, flóðhestar, fílar, buffaló og margt fleira.

Eftir keyrslu dagsins slökum við á fyrir ævintýri morgundagsins.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
88 km | sirka 2,5 klst akstur
Ganga um Fort Portal

Dagur 9 - Queen Elizabeth þjóðgarður

Við byrjum morguninn á safari. Um að gera að hafa myndavélarnar tilbúnar því við vonumst til að sjá fjölbreytt dýralíf Afríku í þjóðgarðinum.

Við snúum tilbaka á gististað okkar fyrir hádegi og njótum hádegisverðar og slökunar áður en við höldum síðan í bátsferð um Kazinga sund. Að upplifa bátssafari er skemmtileg tilbreyting frá safari bíl – hér getum við búist við að sjá mikið af flóðhestum og öðrum dýrategundum sem una sér vel í og við vatnið.

Vatnið sem við siglum um tengir Lake Edward og Lake George.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Safari á landi & bát

Dagur 10 - Queen Elizabeth (Ishasha)

Þegar maður hugsar um trjáklifrandi ketti hugsum við auðvitað um hlébarða. Ljón og blettatígrar eru ekki vanir að klifra í trjám, en hér í Ishasha er hægt að finna trjáklifrandi ljón!

Njótum dagsins í safari í leit að þessum áhugaverðu ljónum!

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Safari

Dagur 11 - Bwindi

Í dag ferðumst við til hins fræga Bwindi þjóðgarðs. Hér erum við að fara í leit að hinum frægu górillum.

Dagurinn í dag er ferðadagur, en okkur mun ekki leiðast þar sem ferðaleiðin er ofboðslega falleg í gegnum banana ekrur, vötn, eyjur og regnskóga. Við komu í búðir skulum við njóta slökunar fyrir stóra daginn á morgun.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
155 km | sirka 5 klst akstur (erfiðir vegir)

Dagur 12 - Bwindi

Í dag er dagurinn! Nú skulum við heimsækja hinar frægu górillur Uganda. Fyrir flesta gesti er þetta hápunktur Uganda ferðarinnar, og það fyrir mjög góða ástæðu. Í ferð dagsins fylgjum við landvörðum okkar inn í Bwindi frumskóginn, í þeirri von að hitta þessi mögnuðu dýr. Við getum ekki lofað því að finna górillu fjölskyldu, en það er sjaldgæft að það takist ekki. Suma daga þarf einungis að ganga örstutt áður en við rekumst á górillu fjölskyldu en aðra daga þarf aðeins lengri göngu, svo verið undirbúin fyrir ævintýri og sjáum hversu vel okkur gengur. Að hitta górillu fjölskyldu, sjálf fótgangandi, inni í frumskógum Afríku er ómögulegt að lýsa í orðum.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
Górillur í Bwindi

Dagur 13 - Lake Mburo

Í dag ökum við til Lake Mburo þjóðgarðs sem er vel þess virði að heimsækja. Þessi þjóðgarður er með einstakt dýralíf, til dæmis Eland – stærstu antilópu Afríku.

Við komu í búðirnar munum við slaka aðeins á áður en haldið er í safari í leit að hinum ýmsu dýrum Afríku í Mburo.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
300 km | sirka 6,5 klst akstur
Safari

Dagur 14 - Lake Mburo

Enn eitt tækifærið til að upplifa eitthvað nýtt í þessu ævintýri. Eftir morgunverð förum við í safari, en ólíkt þeim sem við höfum farið í hingað til munum við fara fótgangandi!

Það er allt öðruvísi tilfinning að upplifa náttúru Afríku fótgangandi, í von um að hitta dýr í kringum okkur, allt gert í öryggi landvarða okkar sem vita nákvæmlega hvað þau eru að gera. Fyrir þá sem hafa áhuga verður síðan í boði að fara í annað safari (í bíl) eftir hádegi.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H, K
2 x safari. Eitt göngusafari og annað í bíl.

Dagur 15 - Miðbaugur & Brottför

Því miður er kominn tími á að kveðja Afríku. Á leið okkar frá Lake Mburo til Entebbe munum við stoppa við miðbaug þar sem allir geta tekið myndir.

Svo er haldið til Entebbe flugvallar fyrir brottför til Íslands.

Gisting Máltíðir Akstur Innifaldar ferðir
M, H
265 km | sirka 5 klst akstur

Dagur 16 - Heimkoma

Heimkoma

Hafðu Samband