Það kemur ekki á óvart að Cresta Mowana Safari Resort & Spa, sem liggur við landamerki Chobe þjóðgarðsins, hafi verið skírt í höfuðið á Baobab tréi. Til eru margar þjóðsögur um þessi tré en ein sú skemmtilegasta er að Guð hafði rifið upp baobab tréin og kastað þeim aftur til jarðar á hvolfi, vegna þess að þau myndu alltaf hlaupa frá honum þegar hann gróðursetti þau fyrst í Chobe moldina. Þetta hótel er einmitt byggt í kringum eitt slíkt tré, 800 ára gömlu.
Cresta Mowana liggur við bakka Chobe fljótsins þar sem fjögur lönd deila landamærum sínum, þau Botsvana, Simbabve, Namibía, og Sambía. Hér mætast einnig Chobe og Zambezi fljótin. Zambezi fær nafnið sitt frá vatnsguðinum NyamiNyami, og er þetta kjörinn staður til að læra meira um þjóðsögur og goðafræði Afríku.
Chobe þjóðgarðurinn, sem þekur um 10.000 ferkílómetra svæði, er þekktastur fyrir að vera með einn af stærstu stofnum afríska fílsins, eða allt að 45.000 stykki. Fílarnir ráfa ekki um garðinn einir, heldur má líka finna þar dýr eins og ljón, hlébarða, gíraffa, blettatígra, afríska buffalóa, og um 450 mismunandi tegundir af fuglum.